Silungsveiði
Við hjá Fish Partner bjóðum upp á mikið úrval veiðisvæða með urriða og bleikju. Silungsveiði er okkar sérsvið og þreytumst við aldrei á því að kanna nýjar veiðilendur og kynna ný svæði fyrir veiðimönnum. Þau svæði sem við bjóðum upp á eru rjóminn af því sem við höfum uppgötvað.
Í fyrsta sinn verður boðið upp á vorveiði í Blöndu, og gefst veiðimönnum einstakt tækifæri til að upplifa fjölbreytta og spennandi veiði í þessari stórbrotnu á.
Skemmtilegt veiðisvæði þar sem finna má bæði bleikju og urriða.
Miðsvæðið er nýtt silungasvæði í Blöndu. Svæðið nær frá frá og með Eyrarenda (264) niður að og með Steinastrengjum (221).
Hér er um að ræða silungasvæði sem opnar í maí. Hér er um að ræða Sjóbleikju og sjóbirting sem flækist inn og út á fallaskiptum.
Um er að ræða þriggja daga holl í Vatnamótum, Geirlandsá og Fossálum, þar sem veiðimenn veiða heilan dag á hverju svæði fyrir sig.
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatnsárós er eitt magnaðasta urriðasvæði Þingvallavatns. Eins og nafnið gefur til kynna á Villingavatnsá ós á svæðinu og urriðinn leitar í ósinn til að melta fæðu
Svæði B í landi Villingavatns getur gefið góða veiði á urriða. Svæðið nær frá bílastæði og austur fyrir tanga við Hellisvík.
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Kaldárhöfði er syðsta veiðisvæðið í Þingvallavatni og nyrsta svæðið í Úlfljótsvatni.
Fossálar og Þverárvatn eru í Skaftárhreppi í V-Skaftafellssýslu um 15 km austan við Kirkjubæjarklaustur.
Vatnamótin eru eitt gjöfulasta sjóbirtingssvæði landsins
Ein fallegasta sjóbirtingsá landsins
Kaldakvísl hefur fram til þessa verið leynd perla á hálendinu. Áin geymir ótrúlegan bleikjustofn og urriða
Sjónveiði í kristaltærri hálendisá – Tungnaá er af stofni til jökulá en hefur verið tær síðan árið 2014 vegna virkjunarframkvæmda
Norðlingafljót á upptök norðan Langjökuls og rennur þaðan um 70 km til vesturs í Hvítá. Mikil náttúrufegurð er við fljótið og telja margir veiðimenn það vera eina fegurstu veiðiá landsins.
Vatnasvæðið ofan Blöndulóns samanstendur af sjö ám og ótal lækjum.
Þrastalunda svæðið í Sogi er á Austurbakkanum og nær frá Álftarvatni niður að Þrastarlundar brú. Í vorveiðinni er bleikjan aðal veiðin en sjóbirtingar, staðbundir urriðar og hoplaxar veiðar líka.
Gjöfult veiðivatn steinsnar frá Reykjavík – Geldingatjörn er lítið en gjöfult stöðuvatn í aðeins 25 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.
Sporðöldulón myndaðist í nóvember 2013 þegar stífla var reist neðst í farvegi Köldukvíslar, ofan við ármót Tungnaár
Kvíslarveita eða Kvíslavatn varð til á árunum 1980 – 1984
Þórisvatn er stærsta stöðuvatn Íslands, um 86 ferkílómetrar. Það liggur milli Köldukvíslar og Hraunvatna á hálendi Rangárvallasýslu.
Fellsendavatn er í um 170 km fjarlægð frá Reykjavík, og í aðeins 19 km fjarlægð frá Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum.
Reykjavatn er á Arnarvatnsheiði norðan Eiríksjökluls
Geitabergsvatn er nyrst Svínadals vatnanna. Uppistaðan í veiðinni er bleikja og urriða en einnig veiðist stöku lax og sjóbirtingur.
Þórristaðaravatn er stæðst Svínadals vatnanna. Uppistaðan í veiðinni er bleikja og urriða en einnig veiðist stöku lax og sjóbirtingur.
Eyrarvatn er gjöfult veiðivatn í Svínadal