Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Svartá Silungasvæði
Veiðisvæðið er gríðarlega skemmtilegt og má þar finna bæði bleikju og urriða. Þarna er staðbundinn og göngu silungur í bland. Veiðisvæðið nær frá Hvammsá sem fellur í Svartá skammt fyrir ofan efsta veiðistað laxasvæðisins sem nefnist Teigakot. Frá svæðamörkum heldur áin upp Svartárdalinn tæpa sex kílómetra þar sem áin kvíslast, Svartá heldur áfram langt inná Eyvindarstaðaheiði og gengur fiskur þar langt inn á heiði. Vestur kvíslin nefnist Fossá og rennur um Fossárdal. Þar er áin heldur hægari og vatnsminni en gríðarlega skemmtileg til andstreymisveiða. Eingöngu er leyfð fluguveiði á svæðinu og heimilt er að hirða einn silung á stöng á dag.
Fjarlægð frá Reykjavík:
250km
Veiðitímabil:
1. maí - 30. September
Meðalstærð:
Fjöldi stanga:
2
Leyfilegt agn:
Fluga - Kvóti - 1fiskur á dag
Veiðibúnaður:
#3-5 einhenda
Bestu flugurnar:
púpur, þurflugur
Húsnæði:
Hægt að fá gistingu í Hólahvarfi
Aðgengi:
4x4
Veiðileyfi
Öll verð miðast við eina stöng
Put Address Here
Vinsæl veiðisvæði
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.