Skilmálar - Fish Partner

FISH PARTNER EHF. – SKILMÁLAR

Fish Partner ehf – Kt. 5909130570 – VSK númer: 115429

Almennt

Fish Partner ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Skilafrestur og endurgreiðsla

Þurfi viðskiptavinur að afbóka ferð (vöru og þjónustu) skal hann senda Fish Partner tilkynningu þess efnis með tölvupósti á netfangið info@fishpartner.com. Fish Partner mun einungis endurgreiða staðfestingargreiðslu og/eða fullnaðargreiðslu að því marki sem tekst að endurselja vöru eða þjónustu. Fish Partner áskilur sér rétt til að endurselja vöru og þjónustu á lægra verði og rétt til að taka þóknun fyrir. Fish Partner ráðleggur viðskiptavinum sínum að verða sér úti um sérstakar forfalla og ferðatryggingar.

Verð

Fish Partner áskilur sér rétt til að rukka mismun ef verðupplýsingar í kerfum korta.is eru rangar og/eða ekki í samræmi við samskipti, tilboð og/eða reikninga Fish Partner. Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Skattar og gjöld

Öll verð eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK í þeim tilvikum sem vörur eða þjónusta eru virðisaukaskattskyld.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.