Veiðifélaga vötn
Ísland er án efa einn af bestu silungsveiðiáfangastöðum heims. Veiðifélagar Fish Partner fá ókeypis aðgang að öllum veiðivötnum hér að neðan auk ótrúlegra afslátta og tilboða við fjölda fyrirtækja, bæði hérlendis og erlendis.
Hver svæði hefur mismunandi veiðireglur, vinsamlegast skoðaðu reglurnar vandlega.
Laufavatn er lítið fallegt vatn á Rangárvallaafrétti undir fjallinu Laufafelli.
Víðidalstunguheiði í Vestur-Húnavatnssýslu er í um 550 m hæð yfir sjávarmáli og telur 6 vötn ásamt fjölda lítilla lækja
Hæðargarðsvatn er stutt frá Kirkjubæjarklaustri
Veiðisvæðið Efri Brú er senninlega það allra besta í Úlfljótsvatni. Svæðið er stórt og fjölbreytilegt, leyfðar eru fimm stangir.
Fellsendavatn er í um 170 km fjarlægð frá Reykjavík, og í aðeins 19 km fjarlægð frá Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum.
Ljótipollur er sprengigígur á Landmannaafrétti norðaustur frá Frostastaðavatni
Álftavatn er á Rangárvallaafrétti milli Torfajökuls og Tindafjallajökuls
Langavatn er skemmtilegt veiðivatn stutt frá Egilsstöðum
Dómadalsvatn liggur nyrst í Dómadal að Fjallabaki. Vatnið tilheyrir s.k. Framvötnum og er í 566 metra hæð, fallegt urriða vatn
Reykjavatn er á Arnarvatnsheiði norðan Eiríksjökluls
Herbjarnarfellsvatn er skammt vestan Landmannahellis og er vel fært að vatninu fyrir alla bíla eftir miklar vegabætur sumarið 2019.
Vaðallinn er skemmtilegt vatn við Breiðuvík á vestfjörðum.
Geitabergsvatn er nyrst Svínadals vatnanna. Uppistaðan í veiðinni er bleikja og urriða en einnig veiðist stöku lax og sjóbirtingur.
Þórristaðaravatn er stæðst Svínadals vatnanna. Uppistaðan í veiðinni er bleikja og urriða en einnig veiðist stöku lax og sjóbirtingur.
Eyrarvatn er gjöfult veiðivatn í Svínadal
Torfavatn er lítið vatn á Rangárvallaafrétti sunnan Álftavatns.
Laxárvatn er í Ásum og einhver þekktasta veiðiá landsins rennur úr því, Laxá á Ásum. Uppistaðan í veiðini er 1-2 punda urriði og bleikja
Blönduvatn er staðsett austan Blöndulóns á Eyvindarstaðaheiði. Vatnið er rúmur ferkílómetri að stærð og er talið gott veiðivatn