Um Fish Partner - Fish Partner

Um Fish Partner

Ástríða fyrir veiði

Við hjá Fish Partner höfum áratuga reynslu af stangveiði, leiðsögn og skipulagningu veiðiferða. Það er ástríða fyrir veiði sem rekur okkur áfram og má segja að allir sem koma að félaginu séu í sínu drauma starfi. Við þreytumst aldrei á því að kanna nýjar veiðilendur og kynna ný svæði fyrir veiðimönnum. Þau svæði sem við bjóðum upp á eru rjóminn af því sem við höfum uppgötvað.

Um félagið

Fish Partner er einkahlutafélag með leyfi til að starfa sem ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjandi. Fish Partner sérhæfir sig í veiðiferðum með heildarþjónustu fyrir erlenda og innlenda veiðimenn en selur einnig veiðileyfi án þjónustu. Nánari upplýsingar fást með því að senda tölvupóst á info@fishpartner.com. Kristján Páll Rafnsson, Kristjan@fishpartner.com og Sindri Hlíðar Jónsson, Sindri@fishpartner.com standa að baki Fish Partner ehf.

Hafa samband

Fish Partner ehf.
Kt. 590913-0570
Sundaborg 5
104 Reykjavík
(+354) 571 4545
info@fishpartner.com