Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiðisvæði landsins.
Arnarvatnsheiði
Vötnin á Arnarvatnsheiði
Í vötnunum á Arnarvatnsheiði er bæði urriði og bleikja og sömu tegundir má finna í ám og lækjum. Almennt er stærð bleikjunnar í vötnunum 1 – 3 pund en urriðinn er 2 – 5 pund. Silungurinn á heiðinni þykir afbragðs matfiskur enda nóg æti fyrir hann.
Eftirfarandi vötn og ár tilheyra veiðisvæðinu: Refsveina ofan Stóralóns, Arnarvatn litla, Arfavötnin tvö, Ólafsvatn, Veiðitjörn, Leggjabrjótstjarnir, Mordísarvatn, Krummavatn, Jónsvatn, Krókavatn, Núpatjörn, Þorgeirsvatn, Þorvaldsvötn, Hlíðarvatn, Þórhallarlón, Strípalón, Hávaðavötn, Gilsbakkaá, Úlfsvatn,Úlfsvatnsá, Grunnuvötn, Syðra-Kvíslavatn, Gunnarssonavatn, Djúpalón, Álftavötn, Kaldalón og Nautavatn.
Eins og sést á þessari upptalningu er um marga mögulega veiðistaði að ræða þegar farið er á Arnarvatnsheiði. Hér að neðan eru frekari upplýsingar um vötnin og veiðisvæðið.
Hér verður aðeins stiklað á stóru um þau vötn sem vinsælust eru til veiða á veiðisvæðinu
Úlfsvatn
Úlfsvatn er stærst vatnanna á svæðinu, reyndar annað stærsta vatnið á heiðinni allri á eftir Arnarvatni Stóra. Það er 39,50 ha. og meðaldýpi er um 2,50m. en mesta dýpi 3,50m. Í vatninu er bæði urriði og bleikja. Lengi vel var bleikjan ráðandi enda skilyrði til hrygninga mun hagstæðari henni en urriðanum. Upp úr 1980 var því gripið til þess ráðs að veiða í smáriðin net nokkuð magn af smábleikju en samhliða var urriði veiddur til hrognatöku. Mikið magn urriðaseiða var síðan flutt aftur á heiðina og sleppt í nokkur vötn, en þó aðallega í Úlfsvatn. Á næstu árum jókst hlutfall urriða í stangveiðinni, veiðimönnum til mikillar ánægju. Nú hefur náttúran tekið við hvort sem um er að kenna (eða þakka) inngripi eða breyttu árferði. Hlutfall urriðans hefur aukist í öllum vötnum þó sérlega í Úlfsvatni.
Í vatninu eru nokkrir hólmar. Mikið varp var í þessum hólmum áður fyrr en það hefur spillst mikið á undanförnum áratugum, sérstaklega vegna minks en einnig vegna ágangs veiðimanna sem telja að betur veiðist úr hólmum en frá landi. Öll umferð í hólmunum á varptíma getur orðið til þess að fuglar afræki hreiður sín og vegna þessa er okkur einn kostur nauðugur að banna allar ferðir í hólmana frá upphafi veiðitíma (breytilegur) til 15. júlí.
Veiðistaðir
Mest er veitt við suðurbakka vatnsins, út á töngum. Ástæða þess er aðallega sú að vegurinn að vatninu liggur að veiðihúsum sunnan vatnsins og þar dvelja flestir. Þetta þýðir samt ekki að verr veiðist annarstaðar, síður en svo. Það á við um nánast öll vötnin á heiðinni að allstaðar er von á veiði. Mest er veitt á maðk og spún en hlutfall flugveiðinnar er alltaf að aukast.
Ekki eru til neinar ábyggilegar tölur um heildarveiði í vatninu en trúlega er um að ræða um 2500 fiska. Meðal þyngd gæti verið um tvö pund, þannig að úr vatninu er verið að veiða eitthvað um 2,5 tonn. Stærstu fiskar sem veiðiverði er kunnugt um úr Úlfsvatni eru níu punda bleikja og 13 punda urriði. Það skal þó tekið fram að ekki er vitað um alla veiði. Stundum vill það henda að vatnið gruggist þegar vindasamt er en ætíð er hægt að veiða með því að færa sig þeim megin sem vindur stendur á vatnið, en langoftast er tær rönd með landi í skjólinu. Að lokum er rétt að vara menn við að á Úlfsvatni getur orðið kröpp alda og eru þeir sem nota báta við veiðar beðnir að hafa það í huga. Enginn á að fara á vatnið í bát án þess að vera með björgunarvesti. Slíkt er óábyrg hegðun og verður ekki liðin.
Arnarvatn Litla og tengd vötn
Arnarvatn er það vatn sem kemur næst Úlfsvatni hvað veiðiálag snertir. Það er tæpir tólf hektarar að stærð og telst mjög gott veiðivatn. Í því er vænn og góður fiskur.
Arnarvatn Litla tilheyrir því vatnakerfi sem fellur í Norðlingafljót og er í miðri keðju vatna sem annarsvegar eiga upptök í Ólafsvatni og hinsvegar í Leggjabrjótstjörnum.
Ólafsvatn er lítið og grunnt vatn, um 0,75 ha að stærð. Þar er lítil veiði og hefur farið minnkandi samhliða lækkandi vatnsstöðu undanfarin ár. Orsök þessarar þróunar er eflaust hve lítið hefur snjóað á heiðinni undanfarna vetur.
Úr Ólafsvatni rennur lítill lækur sem heitir Ólafsvatnslækur. Hann liðast niður í Efra Arfavatn sem er frekar lítið en afbragðs veiðivatn og þá sérstaklega á flugu. Einn besti veiðistaðurinn þar er frá áberandi tanga sem gengur út í vatnið að vestanverðu.
Úr Efra Arfavatni rennur síðan lækur í smá flúðum niður í Neðra Arfavatn (stundum kallað syðra). Þessi lækur nefnist Arfavatnslækur og í honum má oft fá fisk. Arfavötnin eru samtals 5,25 ha. og er neðra vatnið mun stærra. Þar er oftast mjög góð veiði. Stuttur stokkur (lækur) rennur síðan úr því í Arnarvatn Litla. Hann ber einnig nafnið Arfavatnslækur.
Framundan þeim læk er einn besti veiðistaður í Arnarvatni Litla og þar á bakkanum stendur veiðihúsið við Arnarvatn litla
Leggjabrjótstjarnir
Efsta tjörnin er S-S-V við Hvannamó. Þar eru tvær tjarnir sem er stutt á milli, báðar grunnar en þó má fá þar sæmilega veiði og þá mest af bleikju. Neðan við vestari og stærri tjörnina liggur gamla þjóðleiðin norður um Hvannamó og er farið yfir lækinn sem rennur í þá þriðju á tjarnar bakkanum. Heitir hann Leggjabrjótur (orð að sönnu) og rennur í neðstu tjörnina sem er lík hinum tveim hvað veiði snertir, en úr henni er síðan stuttur stokkur yfir í Veiðitjörn.
Veiðitjörn og umhverfi hennar er einn fallegasti staðurinn á veiðisvæðinu. Þar er yfirleitt afbragðs veiði, vænn fiskur, bæði bleikja og urriði. Fiskurinn í Veiðitjörn getur þó verið mishittur, en þegar hann gefur sig er veiðin góð. Undanfarin sumur hefur botngróður verið til trafala, sérstaklega síðsumars.
Úr Veiðitjörn rennur lækurinn Veiðitjarnarlækur niður í Neðra Arfavatn austanvert. Margir hafa veitt vel í þeim læk þótt ekki sé hann vatnsmikill.
Jónsvatn er sunnan við Arnarvatn Litla og er 3,00 ha. Ekkert rennur í það og þar er einungis bleikja. Smá lækur rennur stundum í það í leysingum ofan í efsta lónið í Refsveinunni.
Úr Arnarvatni Litla rennur Refsveina. Frekar lítil en falleg á sem á leið sinni niður í Norðlingafljót fer í gegnum þrjú lón og niður í Stóralón. Á allri þeirri leið er góð veiðivon sérstaklega þar sem hún rennur í lónin en einnig eru veiðistaðir í ánni sjálfri.
Stóralón er frekar grunnt og allt vætt í vöðlum. Það er sex ha. að stærð með einum litlum hólma. Þar er sérstaklega vinsælt að veiða á flugu. Í vatninu er mikill og vænn fiskur, bæði bleikja og urriði. 14 punda urriði veiddist í Stóralóni fyrir nokkrum árum, reyndar í net, en vatnið heldur einnig vænar bleikjur. Úr Stóralóni rennur Refsveina áfram í litla tjörn og þaðan í Norðlingafljót.
Eitt vatn til viðbótar á afrennsli í Arnarvatn Litla það er Krummavatn N-A við Álftakrók.
Krummavatn er 1,50 ha. að stærð og verður að teljast frekar grunnt en þrátt fyrir það er það afbragðs veiðivatn. Frá því fellur Krummavatnslækur í austurenda Arnarvatns Litla.
Önnur vötn sem fellur úr í Norðlingafljót eru Núpatjörn við Álftakróksskála, grunnt vatn með samgang við fljótið um lítinn læk, Núpatjörn, af sumum nefnd Núpavatn, sem er 1,75 ha. að stærð. Ekki veiðist mikið þar núorðið en áður fyrr var þar nokkur veiði og fiskurinn talinn einkar góður til ætis.
Þá má nefna Krókavatn. Það er 2,50 ha. að stærð með einum hólma. Krókavatn hefur ætíð verið talið gott veiðivatn með bæði urriða og bleikju. Þar er fallegt umhverfi en mætti lagfæra slóða sem liggur að vatninu.
Þá eru upptalin þau vötn sem vinsælust eru og úr fellur í Norðlingafljót.
Mordísarvatn og Gunnarssonavatn
Mordísarvatn er um margt sérstakt. Þar er ekkert afrennsli og ekkert rennur í það annað en leysingavatn. Mordísarvatn var mælt um 1980, þá 6,25 ha, en í dag er það mun minna að flatarmáli vegna snjóleysis undanfarinna ára. Mordísarvatn er dýpst allra vatnanna á svæðinu og er um 30 m djúpt þar sem dýpst er. Ekki er nema bleikja í því, en hún er væn og ágæt til átu. Oft veiðist ágætlega á stöng þar og best hefur gefist að nota spún, Toby eða Íslandsspún.
Annað vatn sem hefur misst úrrennsli sitt vegna lítillar úrkomu er Gunnarssonavatn. Það er 14,25 ha. að stærð, allt djúpt og malar eða grjótbotn að mestu. Þar var lítið veitt um margra ára skeið vegna þjóðsögu um loðsilung en í vatninu er vel ætur fiskur, bæði bleikja og urriði. Það má þó nefna að í gegnum tíðina hefur verið óvenju mikið um samgróninga í kviðarholi fiskanna í vatninu, umfram það sem gerist í flestum hinna vatnanna.
Ýmis vötn mætti nefna sem eru sunnar og austar á heiðinni en þau eru í litlu sambandi við slóðakerfi á heiðinni og auk þess fisklítil og bera takmarkaða veiði. Má í þeim flokki nefna Álftavötn, Djúpalón, Nafnlausutjarnir og Nautavatn sem er sunnan Norðlingafljóts, N-A af Reykjavatni.
Hlíðarvatn
Hlíðarvatn er 6,25 ha. að stærð og með um tveggja metra meðaldýpi. Andstætt mörgum öðrum vötnum er nokkuð þéttur botn í því þannig að það gruggast minna í roki. Fram til þessa hefur vondur og langur vegur haldið aftur af mönnum að fara þangað til veiða, en þó hefur það verið nokkuð stundað. Nú er hinsvegar hægt að fara gamla slóð sem hefur verið lagfærð lítilsháttar og er þá ekinn sami slóði og að efra Arfavatni, síðan er farið norðan þess og yfir Ólafsvatnslækinn á rennu. Eftir það er slóðinn greinilegur og fær öllum jeppum. Í Hlíðarvatni er bæði bleikja og urriði og þar er oftast mjög góð veiði. Margir sem hafa komið þangað einu sinni, hafa helst viljað fara þangað í hverri veiðiferð eftir það og með bættum samgöngum eiga vonandi fleiri eftir að taka ástfóstri við þetta skemmtilega vatn.
Úr Hlíðarvatni rennur Lónalækur, en hann er samkvæmt samningi við Húnvetninga ekki partur af veiðisvæðinu og ekki heldur lónin sem hann fer um á leið sinni niður í Hávaðavatn sem er hinsvegar okkar megin.
Hávaðavatn
Hávaðavatn er rétt ofan við leitarmannaskálann við Úlfsvatn og er slóði frá skálanum að vatninu. Það er meðaldjúpt og bæði bleikja og urriði í því. Veiðin er góð í vatninu enda fiskvegir til beggja átta. Eins og áður er sagt fellur Lónalækur í það að austan en úr því fellur Gilsbakkaá niður í Úlfsvatn. Í henni veiðist oft vel.
Hlíðavatn og sú vatnakeðja öll fellur sem sagt í Úlfsvatn og tilheyrir því nyrðra vatnasviði heiðarinnar sem ekki fellur til Norðlingafljóts.
Úr Úlfsvatni fellur Úlfsvatnsá niður í Grunnuvötn. Neðsti hluti hennar er raunar stokkur og heitir Grunnuvatnastokkur (stokkar).
Grunnuvötn
Grunnuvötn eru tvö nánast aðskilin vötn og eru samtals 13,75 ha. Þau eru grunn eins og nafnið bendir til, en þó allgóð veiðivötn. Mest veiðist þó á stöng í og framundan stokknum. Þar eru bæði bleikja og urriði, eins og í þessu vatnakerfi öllu uppí Hlíðarvatn. Úr Grunnuvötnum fellur Lambá og er hún ekki partur a veiðisvæðinu
Syðra Kvíslavatn
Syðra Kvíslavatn er norður af Gunnuvötnunum. Það er 3,50 ha. að stærð og þar er fiskur en ekki er mikið veitt í því.
Sunnar á heiðinni eru nokkur vötn sem hafa lítið verið nýtt vegna þess að erfitt er að komast að þeim á ökutækjum. Má þar nefna Þorgeirsvatn sem er 5,25 ha. stórt bleikjuvatn, Þorgeirstjörn sem er 2,50 ha. stórt með smá bleikju og að lokum Þorvaldsvötn, sem eru tvö vötn aðskilin með mjóu sundi, alls 4,75 ha. Þar er bæði bleikja og urriði.
Veiðihús
Fimm veiðihús eru á svæðinu.
Úlfsvatnsskáli – 90 m2 skáli. Hægt er að bóka allan skálann eða svefnpokapláss. Gistiaðstaða fyrir 20 manns. Bóka gistingu
Í forsölu er aðeins hægt að bóka allt húsið.
8 manna veiðihúsið við Úlfsvatn – 25 m2 hús. Aðeins hægt að bóka allt húsið. Gistiaðstaða fyrir átta manns. Bóka gistingu
4 manna veiðihúsið við Úlfsvatn – 15 m2 hús. Aðeins hægt að bóka allt húsið. Gistiaðstaða fyrir fjóra manns. Bóka gistingu
Álftakrókur – 110 m2. Hægt er að bóka allan skálann eða svefnpokapláss. Gistiaðstaða fyrir 30 manns. Bóka gistingu.
í forsölu er aðeins hægt að bóka allt húsið.
Veiðihús við Arnarvatn litla – 24 m2. Aðeins hægt að bóka allt húsið. Gistiaðstaða fyrir átta manns. Bóka gistingu.
Reglur
- ATH. Stranglega bannað er að vera með skotvopn á veiðisvæðinu.
- Leyfilegt agn er fluga, spúnn, maðkur og önnur beita. Að undanskyldu Refsveinu og Stóra Lóni þar sem aðeins fluguveiði og veiði/sleppa er leyft.
- Í Refsveinu og Stóra Lóni má aðeins veiða á flugu og skal öllum fiski sleppt.
- Akið ekki utan merktra eða troðinna slóða.
- Takið allt rusl (sorp) með til byggða og gangið vel um tjaldstæði og vatnsbakka.
- Óheimilt er að nota önnur veiðitæki en veiðistöng.
- Bannað er að skilja stangir eftir á vatnsbakka (letingja).
- Að öðru leyti er vísað til laga um lax- og silungsveiði.
- Veiðimönnum ber að hafa veiðileyfi á sér við veiðar og sýna það veiðiverði óski hann þess.
- Varist að styggja afréttarfénað að óþörfu.
- Séu hundar með í för skal hafa þá í bandi, lausir hundar verða ekki liðnir.
- Þá er rétt að benda á að vötn á veiðisvæði veiðifélagsins eru ekki ætluð til iðkunar vatnasports. Með því er átt við sjóþotur og báta með stærri mótorum en 10 hö.
- Veiðileyfi eru bundin við mánaðardaga og skiptast ekki milli daga.
- Aðeins eru seldir heilir dagar.
Veiðivörður – Einar S: 868-2044
Fjarlægð frá Reykjavík:
150km
Veiðitímabil:
15. júní - 31. ágúst
Meðalstærð:
1-5 pund
Fjöldi stanga:
Leyfilegt agn:
Fluga, spúnn, beita
Veiðibúnaður:
Bestu flugurnar:
Húsnæði:
Aðgengi:
4x4
Veiðileyfi
Öll verð miðast við eina stöng
15 Jún
Sun
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
15.Jún
16 Jún
Mán
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
16.Jún
17 Jún
Þri
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
17.Jún
18 Jún
Mið
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
18.Jún
19 Jún
Fim
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
19.Jún
20 Jún
Fös
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
20.Jún
21 Jún
Lau
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
21.Jún
22 Jún
Sun
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
22.Jún
23 Jún
Mán
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
23.Jún
24 Jún
Þri
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
24.Jún
25 Jún
Mið
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
25.Jún
26 Jún
Fim
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
26.Jún
27 Jún
Fös
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
27.Jún
28 Jún
Lau
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
28.Jún
29 Jún
Sun
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
29.Jún
30 Jún
Mán
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
30.Jún
01 Júl
Þri
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
01.Júl
02 Júl
Mið
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
02.Júl
03 Júl
Fim
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
03.Júl
04 Júl
Fös
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
04.Júl
05 Júl
Lau
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
05.Júl
06 Júl
Sun
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
06.Júl
07 Júl
Mán
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
07.Júl
08 Júl
Þri
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
08.Júl
09 Júl
Mið
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
09.Júl
10 Júl
Fim
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
10.Júl
11 Júl
Fös
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
11.Júl
12 Júl
Lau
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
12.Júl
13 Júl
Sun
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
13.Júl
14 Júl
Mán
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
14.Júl
15 Júl
Þri
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
15.Júl
16 Júl
Mið
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
16.Júl
17 Júl
Fim
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
17.Júl
18 Júl
Fös
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
18.Júl
19 Júl
Lau
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
19.Júl
20 Júl
Sun
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
20.Júl
21 Júl
Mán
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
21.Júl
22 Júl
Þri
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
22.Júl
23 Júl
Mið
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
23.Júl
24 Júl
Fim
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
24.Júl
25 Júl
Fös
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
25.Júl
26 Júl
Lau
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
26.Júl
27 Júl
Sun
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
27.Júl
28 Júl
Mán
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
28.Júl
29 Júl
Þri
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
29.Júl
30 Júl
Mið
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
30.Júl
31 Júl
Fim
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
31.Júl
01 Ágú
Fös
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
01.Ágú
02 Ágú
Lau
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
02.Ágú
03 Ágú
Sun
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
03.Ágú
04 Ágú
Mán
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
04.Ágú
05 Ágú
Þri
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
05.Ágú
06 Ágú
Mið
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
06.Ágú
07 Ágú
Fim
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
07.Ágú
08 Ágú
Fös
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
08.Ágú
09 Ágú
Lau
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
09.Ágú
10 Ágú
Sun
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
10.Ágú
11 Ágú
Mán
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
11.Ágú
12 Ágú
Þri
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
12.Ágú
13 Ágú
Mið
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
13.Ágú
14 Ágú
Fim
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
14.Ágú
15 Ágú
Fös
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
15.Ágú
16 Ágú
Lau
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
16.Ágú
17 Ágú
Sun
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
17.Ágú
18 Ágú
Mán
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
18.Ágú
19 Ágú
Þri
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
19.Ágú
20 Ágú
Mið
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
20.Ágú
21 Ágú
Fim
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
21.Ágú
22 Ágú
Fös
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
22.Ágú
23 Ágú
Lau
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
23.Ágú
24 Ágú
Sun
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
24.Ágú
25 Ágú
Mán
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
25.Ágú
26 Ágú
Þri
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
26.Ágú
27 Ágú
Mið
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
27.Ágú
28 Ágú
Fim
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
28.Ágú
29 Ágú
Fös
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
29.Ágú
30 Ágú
Lau
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
30.Ágú
31 Ágú
Sun
Ótakmörkuð leyfi
11.000 kr.
31.Ágú
Put Address Here
Vinsæl veiðisvæði
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiðisvæði landsins.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.