Laxveiði
Við hjá Fish Partner elskum alla fluguveiði og bjóðum upp á sístækkandi úrval af spennandi kostum í laxveiði.
Svæði eitt hefur oft verið með aflahæðstu laxveiðisvæðum landsins. Veiðisvæðið er fremur stutt en getur geymt gríðarlegt magn laxa og getur veiðin verið ævintýraleg á köflum. Svæðið er veitt með fjórum stöngum, tveimur stöngum á hvorum bakka.
Laxinn í Blöndu er snemmgenginn stórlaxastofn sem byrjar að ganga í maí, og svo verða göngurnar kröftugri þegar kemur fram í júlí.
Blanda Svæði 3 getur oft verið gjöfult og stórskemmtilegt. Mesta laxveiðivonin er þegar líður á Júlí mánuð. Svæðið er hátt í tuttugu klílómetrar að lend í heildina og skiptist í það að renna að ofan verðu í stórum og miklum gljúfrum á efri hluta svðisins og liðast síðan um á eyrum þegar neðar dregur.
Refsá varð til þegar að Blanda var virkjuð og ánni veitt um lón upp á heiðinni. Refsá sameinsast síðan Blöndu rétt ofan við útfallið.
Svartá er í Svartárdal er gullfalleg fluguveiðiá. Svartá rennur í Blöndu í Langadal og er áin líkt og Blanda þekkt fyrir væna laxa.
Hér er um að ræða silungasvæði sem opnar í maí. Hér er um að ræða Sjóbleikju og sjóbirting sem flækist inn og út á fallaskiptum.
Síðsumarsá í stóbrotinni náttúru – Þessi tveggja stanga perla og rennur í gríðarlega fallegu, skógi vöxnu, umhverfi í Þjórsárdal.
Veiðisvæði Þrastalundar nær frá brú upp að Álftavatni. Svæðið er fagurt og gaman er að sveifla tvíhendu á breiðurnar.