Þingvallavatn – Kárastaðir - Fish Partner Veiðifélag

Þingvallavatn – Kárastaðir

Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns

 

Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ósum Öxarár sem er helsta hrygningarstöð Þingvallavatns urriðans. Urriðinn sveimar um svæðið í torfum á vorin og getur veiðin orðið ævintýraleg ef menn hitta á eina slíka. Svæðið er stórbrotið hraunsvæði með gjám og hraunkönntum þar sem urriðinn heldur til. Margir telja þetta fallegasta veiðisvæði Þingvallavatns. Svæðið er fjölbreytt og geymir það oft mjög stóra urriða..

Veitt er á fjórar stangir á svæðinu til 15. júní en sjö stangir eftir það. Aðeins er veitt á flugu á vorin og haustin en 15. júní til 31 ágúst má veiða á spún.

Aðal urriða tímin er snemma á vorin og svo aftur seint á haustinn. Yfir hásumarið er lítið um urriða en ágætis bleikjuveiði

Öllum urriða skal sleppt

Önnur veiðisvæði við Þingvallavatn og Úlfljótsvatn:

Villingavatnsárós

Villingavatn SvB

Villingavatn(tjörnin)

Kaldárhöfði

Efri-Brú

 

Veiðifélagar Fish Partner fá 3% endurgreiðslu í formi veiðikróna við kaup á leyfi á Kárastöðum í vefsölu

Veiðifélagar Fish Partner fá 10% afslátt af veiðileyfum í Kárastöðum í vefsölu

Fjarlægð frá Reykjavík:

44km

Veiðitímabil:

20. apríl - 15. september

Meðalstærð:

8 pund

Fjöldi stanga:

4-7 eftir tímabili

Leyfilegt agn:

Fluga(spún eftir 15.júní)

Veiðibúnaður:

Einhenda #6-8

Bestu flugurnar:

Straumflugur og púpur

Húsnæði:

Ýmsir möguleikar

Aðgengi:

Fólksbílafært

Myndasafn

Veiðileyfi

Öll verð miðast við eina stöng

Put Address Here

Vinsæl veiðisvæði

Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Grenilækur rennur í Landbroti vestan við Kirkjubæjarklaustur. Lækurinn er eitt af bestu sjóbirtingsveiðisvæðum heims og hefur notið gríðarlegra vinsælda um árabil.