Villingavatn (tjörnin) - Fish Partner

Villingavatn (tjörnin)

Lítið en leynir verulega á sér

Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir. Tjörnin hefur hingað til verið hálfgert leyndarmál nokkurra veiðimanna. Urriðinn er af Þingvallastofni og stærðin og grimmdin eftir því. Vatnið er lítið og grunnt og of má sjá straumrastir i yfirborðinu eftir boltafiska.

Veiðin getur verið sýnd en ekki gefin og stundum þarf að beita litlum púpum og þurflugum en á öðrum dögum er fiskurinn grimmur í straumflugur.

Veiðitímabilið er frá 1. apríl til 30. september. Eingöngu er veitt á flugu og skal öllum fiski sleppt. Veitt er á hámark fjórar stangir á dag

Aðeins má veiða á agnhaldslausar flugur eða flugur með klemmt niður agnhald

Reglur við Villingavatn.

Stranglega bannað er að leggja bílum við íbúðarhús og einnig við fjárhús. Leggið bílum í þartilgerð stæði.  Allur akstur slóða við vatnið er stranglega bannaður. Akstur á túnum er einnig stranglega bannaður. Utanvega akstur er stranglega bannaður. Allir slóðar að vatninu eru einkavegir og ekki er heimilt að aka þá. Akið varlega og hægt um, fé og þá sérstaklega lömb geta verið á veginum.  öll lausaganga hunda er stranglega bönnuð.

 

 

Önnur veiðisvæði við Þingvallavatn og Úlfljótsvatn:

Villingavatnsárós

Villingavatn SvB

Kárastaðir

Kaldárhöfði

Efri-Brú

 

 

Veiðifélagar Fish Partner safna 5% Veiðikrónum við kaup á leyfi í Villingavatn í vefsölu

Veiðifélagar Fish Partnerfá 5% afslátt af veiðileyfum í Villingavatn í vefsölu

Fjarlægð frá Reykjavík:

44km

Veiðitímabil:

1. apríl-30. september

Meðalstærð:

8 pund

Fjöldi stanga:

4

Leyfilegt agn:

Fluga

Veiðibúnaður:

Einhenda #6-8

Bestu flugurnar:

Straumflugur, púpur og þurflugur

Húsnæði:

Ýmsir möguleikar

Aðgengi:

Fólksbílafært

Veiðileyfi

Öll verð miðast við eina stöng

Put Address Here

Vinsæl veiðisvæði

Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.