Íslenska Fluguveiði Akademían - Fish Partner Veiðifélag

Íslenska
fluguveiðiakademían

Fish Partner hefur stofnað Íslensku fluguveiðiakademíuna. Akademían er fræðslumiðstöð sem hefur það að markmiði að miðla þekkingu og reynslu til áhugamanna um veiði. Markmiðin eru einnig að auka nýliðun í fluguveiði með áherslu á börn og ungmenni og hópa sem eru í minnihluta í sportinu. Kjarnastarfsemi Akademíunnar er námskeiðahald og fyrirlestrar.

Fish Partner hefur stofnað Íslensku fluguveiðiakademíuna. Akademían er fræðslumiðstöð sem hefur það að markmiði að miðla þekkingu og reynslu til áhugamanna um veiði. Markmiðin eru einnig að auka nýliðun í fluguveiði með áherslu á börn og ungmenni og hópa sem eru í minnihluta í sportinu. Stofnun Akademíunnar er svar eigenda Fish Partner við lítilli nýliðun á undanförnum árum og takmörkuðu framboði af veiðitengdri fræðslu hér á landi.

Kjarnastarfsemi Akademíunnar er námskeiðahald og fyrirlestrar. Nú þegar liggur fyrir þétt dagskrá af námskeiðum og fyrirlestrum í vetur og eru þónokkur til viðbótar í pípunum.

Líkt og starfsemi Fish Partner þá er Íslenska fluguveiðiakademían rekin áfram af ómældri ástríðu stofnenda hennar fyrir veiði.

Íslenska fluguveiðiakademían tekur öllum ábendingum og fyrirspurnum fagnandi á info@fishpartner.com. Þá eru þeir sem vilja halda fyrirlestra eða námskeið hvattir til að senda okkur hugmyndir sínar.

Gjafabréf

Hvað er betra en að fá upplifun í jólapakkann? Gefðu ástinni þinni stund á bökkum uppáhalds árinnar og krökkunum námskeið í flugukasti, hnýtingum eða stangarsmíði.

Flugukast

Námskeið

Íslenska fluguveiðiakademían býður upp á fjöldan allan af námskeiðum fyrir veiðimenn. Á námskeiðunum sem í boði verða í vetur geta nemendur lært allt sem viðkemur fluguveiði.

Púpubox

Fróðleikur

Hér mun verða birtur fróðleikur um fluguveiði frá Íslensku fluguveiðiakademíunni og öðrum höfundum. Þeir sem hafa áhuga á að birta skrif um fluguveiði hér á vefnum eru hvattir til að senda póst á info@fishpartner.com