Tungnaá

Fjarlægð frá Reykjavík:

150km

Veiðitímabil:

15. maí - 30. september

Meðalstærð:

Bleikja og urriði 1,5 kg

Fjöldi stanga:

2-4

Leyfilegt agn:

Fluga

Veiðibúnaður:

Einhenda #3-6

Bestu flugurnar:

Púpur, þurrflugur og straumflugur

Húsnæði:

Hægt að fá gistingu í veiðihúsinu Þóristungum

Aðgengi:

4x4

Sjónveiði í kristaltærri hálendisá

Tungnaá er af stofni til jökulá en hefur verið tær síðan árið 2014 vegna virkjunarframkvæmda Landsvirkjunar á hálendinu. Tungnaá er frekar lítil á og umhverfi hennar er mjög sérstakt þar sem hún liðast kristaltær niður stórbrotinn jökulfarveg. Í henni er að finna staðbundna bleikju sem getur orðið mjög stór, eða allt að 10 pund. Meðalþyngd er um 3 pund og ekki er óalgengt að setja í 5-6 punda fiska. Urriði er einnig í ánni. Veiðin í Tungnaá getur verið stórskemmtileg og mikið um sjónveiði, andstreymis með púpu eða þurrflugu. Veiðisvæðið er um 7 km. Leyfðar eru fjórar stangir í ánni og er öllum fiski sleppt.

 

Veiðifélagar Fish Partner safna 5% Veiðikrónum við kaup á leyfi í Tungnaá í vefsölu

Veiðifélagar Fish Partner fá 10% afslátt af veiðileyfum í Tungnaá í vefsölu

Myndasafn

Veiðileyfi

Öll verð miðast við eina stöng

Put Address Here

Vinsæl veiðisvæði

Villingavatnsárós er eitt magnaðasta urriðasvæði Þingvallavatns. Eins og nafnið gefur til kynna á Villingavatnsá ós á svæðinu og urriðinn leitar í ósinn til að melta fæðu
Heimsklassa sjóbirtings veiði í Skaftártungum. Frábært 4 stanga sjóbirtings á með fínu veiðihúsi. Tungufljót er þekkt fyrir stóra sjóbirtinga.
Villingavatnsárós er eitt magnaðasta urriðasvæði Þingvallavatns. Eins og nafnið gefur til kynna á Villingavatnsá ós á svæðinu og urriðinn leitar í ósinn til að melta fæðu
Heimsklassa sjóbirtings veiði í Skaftártungum. Frábært 4 stanga sjóbirtings á með fínu veiðihúsi. Tungufljót er þekkt fyrir stóra sjóbirtinga.
Grenilækur rennur í Landbroti vestan við Kirkjubæjarklaustur. Lækurinn er eitt af bestu sjóbirtingsveiðisvæðum heims og hefur notið gríðarlegra vinsælda um árabil.