Tungnaá - Fish Partner

Tungnaá

Sjónveiði í kristaltærri hálendisá

Tungnaá er af stofni til jökulá en hefur verið tær síðan árið 2014 vegna virkjunarframkvæmda Landsvirkjunar á hálendinu. Tungnaá er frekar lítil á og umhverfi hennar er mjög sérstakt þar sem hún liðast kristaltær niður stórbrotinn jökulfarveg. Í henni er að finna staðbundna bleikju sem getur orðið mjög stór, eða allt að 10 pund. Meðalþyngd er um 3 pund og ekki er óalgengt að setja í 5-6 punda fiska. Urriði er einnig í ánni. Veiðin í Tungnaá getur verið stórskemmtileg og mikið um sjónveiði, andstreymis með púpu eða þurrflugu. Veiðisvæðið er um 7 km. Leyfðar eru fjórar stangir í ánni og er öllum fiski sleppt.

 

Veiðifélagar Fish Partner safna 5% Veiðikrónum við kaup á leyfi í Tungnaá í vefsölu

Veiðifélagar Fish Partner fá 10% afslátt af veiðileyfum í Tungnaá í vefsölu

Fjarlægð frá Reykjavík:

150km

Veiðitímabil:

15. maí - 30. september

Meðalstærð:

Bleikja og urriði 1,5 kg

Fjöldi stanga:

2-4

Leyfilegt agn:

Fluga

Veiðibúnaður:

Einhenda #3-6

Bestu flugurnar:

Púpur, þurrflugur og straumflugur

Húsnæði:

Hægt að fá gistingu í veiðihúsinu Þóristungum

Aðgengi:

4x4

Myndasafn

Veiðileyfi

Öll verð miðast við eina stöng

UPPSELT
Put Address Here

Vinsæl veiðisvæði

Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Grenilækur rennur í Landbroti vestan við Kirkjubæjarklaustur. Lækurinn er eitt af bestu sjóbirtingsveiðisvæðum heims og hefur notið gríðarlegra vinsælda um árabil.