Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Vatnamót
Vatnamótin í Skaftárhreppi eru í Vestur-Skaftafellssýslu í um 285km fjarlægð frá Reykjavík, en einungis 12 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri. Veiðisvæðið sjálft er um 8 km sunnan við þjóðveginn sjálfann. Útsýnið frá Vatnamótum er glæsilegt, bæði til fjalla og jökla.
Þetta er gríðarlega stórt veiðisvæði og hefur löngum verið rómað fyrir að vera með þeim gjöfulustu á landinu, en um er að ræða ýmsar ár og lækir sem sameinast og renna niður sandana og sameinast Skaftá. Meðal þeirra eru Fossálar, Breiðabakkakvísl, og Hörgsá.
Uppistaða veiðarinnar í Vatnamótum er sjóbirtingur sem er frægur fyrir stærð sína, en fiskar um 20 og yfir pund hafa veiðast árlega, og oft eru það sjóbirtingarnir í Vatnamótum sem eru þeir stærstu sem veiðast á landinu. Einnig veiðist árlega töluvert af bleikju og lax.
Veitt er á 5 stangir í Vatnamótum út tímabilið sem nær frá 1. apríl til 20. október ár hvert.
Veiðistaðir eru fjölmargir, enda um stórt veiðisvæði að ræða. Þar sem mestmegnis er um að ræða sandbotn þá getur hann verið síbreytilegur, og því verða veiðimen að leita uppi álitlega staði. Þó er hægt að veiða frá bakkanum á um ca 5 km kafla.
Aðkoman að veiðisvæðunum er nokkuð góð og er hægt að nota fólksbíla alveg niður að bökkum. Þó er ekki ráðlegt að fara á efstu og neðstu svæðin án þess að vera á fjórhjóladrifsbíl.
Til að komast niður að veiðisvæðunum er beygt til hægri við Hraunból, rétt austan við Fossála.
ATH. Veiðimenn eru hvattir til að fara varlega um vegna sandbleytu og nota björgunarvesti
Veiðihús:
Veiðihúsið er í Hörgslandi. Húsið er ekki stórt en gisting er fyrir samtals 6 manns.
Hægt er að leigja auka hús vilji menn láta fara betur um sig. Einnig er hægt að fá morgunverð í veitingaskálanum á Hörgslandi gegn aukagjaldi.
Fjarlægð frá Reykjavík:
285km
Veiðitímabil:
1.apríl - 20.október
Meðalstærð:
6 pund
Fjöldi stanga:
5
Leyfilegt agn:
Fluga
Veiðibúnaður:
Ein eða tvíhenda, #6-8
Bestu flugurnar:
Ýmsar Straumflugur
Húsnæði:
Veiðihús við Hörgsland
Aðgengi:
Fólksbílafært að hluta
Put Address Here
Vinsæl veiðisvæði
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.