Sporðöldulón - Fish Partner Veiðifélag

Sporðöldulón

Fjölskylduvæn veiði á hálendinu

Sporðöldulón myndaðist í nóvember 2013 þegar stífla var reist neðst í farvegi Köldukvíslar, ofan við ármót Tungnaár. Vatn Köldukvíslar og affallsvatn Hrauneyjastöðvar myndar lónið ásamt nokkrum lækjum. Stærð Sporðöldulóns er áætluð um 7 ferkílómetrar. Það er mikill fiskur í lóninu bæði, urriði og bleikja, sem kemur upphaflega úr Tungnaá og Köldukvísl. Lónið er nokkuð tært og hentar vel til fluguveiða. Veiði í lóninu hefur verið stunduð síðastliðin ár og hefur gengið vel. Vænn fiskur hefur veiðst eða allt að sex pund ásamt mikið af smábleikju Leyfilegt agn í vatninu er fluga, maðkur og spúnn. Daglegur veiðitími er frjáls en þó ekki lengur en 12 klukkustundir á dag. Stranglega bannað er að veiða í vatnaskilum Köldukvíslar og einnig af stíflunni sjáfri

 

Veiðifélagar Fish Partner fá 3% endurgreiðslu í formi veiðikróna við kaup á leyfi í Sporðöldulóni í vefsölu

Fjarlægð frá Reykjavík:

150km

Veiðitímabil:

Meðan fært er að veiðisvæðinu

Meðalstærð:

Fjöldi stanga:

10

Leyfilegt agn:

Fluga, Spún, Beita

Veiðibúnaður:

Einhenda #4-6, Kastangir

Bestu flugurnar:

Straumflugur og púpur

Húsnæði:

Ýmsir möguleikar

Aðgengi:

4x4

Myndasafn

Veiðileyfi

Öll verð miðast við eina stöng

Put Address Here

Vinsæl veiðisvæði

Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.