Geitabergsvatn í Svínadal - Fish Partner

Geitabergsvatn í Svínadal

Geitabergsvatn

Geitabergsvatn er nyrsta vatnið í Svínadalnum. Geitabergsvatn ásamt hinum vötnunum í Svínadal eru hluti af vatnasvæði Laxár í Leirársveit. Aðallega veiðist urriði í Geitabergsvatni og geta þeir verið allstórir. Einnig veiðast bleikjur sem og stöku laxar og sjóbirtingar í vatninu. Vatnið er aðgengilegt og stórskemmtilegt veiðivatn.

Leiðarlýsing

Frá Reykjavík er ekið um Hvalfjarðargöng og haldið áfram á þjóðvegi 1, ekið yfir Laxá í Leirársveit, því næst yfir Leirá og hægri beygja tekin upp í Leirársveit (504 síðan 502). Frá gatnamótum er um 17 km akstur að vatninu. Einnig er gaman að aka Hvalfjörðinn (47). Sé sú leið valin er beygt til hægri af vegi 47 eftir að ekið er framhjá Ferstikluskála upp Dragaveg (520).

Veiðisvæðið

Leyfilegt er að veiða í öllu vatninu.

Veiðitími

Veiðitímabilið í vatninu hefst 10. apríl og nær til 15. september ár hvert og er nokkuð jöfn veiði út tímabilið.

Veiðitíminn 10/4-20/8 er kl. 7-22

Veiðitíminn 21/8-31/8 er kl. 7-21

Veiðitíminn 1/9-15/9 er kl. 7-20

Reglur

  • Bannað er að veiða í ánum sem renna milli vatnana í Svínadal.
  • Hundar: Já
  • Notkun báta: Já
  • Netaveiði: Nei
  • Agn: Fluga, maðkur, spúnn.
  • Tjalda: Ekki er leyfilegt að tjalda við vatnið en skipulagt tjaldsvæði er á Þórisstöðum við Þórisstaðavatn.
  • Veiðifélagar Fish Partner borga ekki fyrir veiðileyfi í Geitabergsvatni.
  • Börn undir 14 ára veiða frítt í fylgd með Veiðifélögum Fish Partner.
  • Má veiða 2 laxa á stöng á dag í vötnunum og hirða 1 (drepa 1 og sleppa 1).
  • Sleppa öllum laxi eftir 1. sep

Veiðifélagar Fish Partner veiða frítt í Svínadalsvötnum

Fjarlægð frá Reykjavík:

60km

Veiðitímabil:

10.apríl - 15. september

Meðalstærð:

1-2 pund

Fjöldi stanga:

Leyfilegt agn:

Fluga, maðkur, spún

Veiðibúnaður:

Einhenda #4-6

Bestu flugurnar:

Straumflugur, púpur og þurrflugur

Húsnæði:

Aðgengi:

Gott

Myndasafn

Veiðileyfi

Öll verð miðast við eina stöng

Put Address Here

Vinsæl veiðisvæði

Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.