Kaldakvísl - Fish Partner

Kaldakvísl

Leynd perla á hálendinu

Kaldakvísl hefur fram til þessa verið leynd perla á hálendinu. Áin geymir ótrúlegan bleikjustofn og geta stærstu bleikjurnar orðið allt að 10 pundum. Ekki er óalgengt að menn setji í 5-6 punda fiska. Í Köldukvísl er einnig að finna urriða sem líka getur orðið mjög stór. Þar sem um staðbundna stofna er að ræða er fiskur í ánni allt veiðitímabilið. Veiðisvæðið er 12 km og er fjórar stangir leyfðar. Náttúrufegurð á svæðinu er engu lík. Í ánni má finna stórkostleg gljúfur, fossa, stóra djúpa damma, langar grunnar breiður og allt þar á milli. Mokveiði getur verið í Köldukvísl einn daginn en þann næsta getur hún orðið mjög krefjandi. Kaldakvísl hefur því allt sem veiðimenn getur dreymt um og ekki er annað hægt en verða ástfangin af henni.

Agnhaldslausir krókar og háfur er skylda við veiðar í Köldukvísl

 

Veiðifélagar Fish Partner safna 5% Veiðikrónum við kaup á leyfi í Köldukvísl í vefsölu

Veiðifélagar Fish Partner fá 10% afslátt af veiðileyfum í Köldukvísl í vefsölu

 

Fjarlægð frá Reykjavík:

150km

Veiðitímabil:

15. maí - 30. september

Meðalstærð:

Bleikja og urriði 1,5 kg

Fjöldi stanga:

4

Leyfilegt agn:

Fluga

Veiðibúnaður:

Einhenda #3-6

Bestu flugurnar:

Púpur, þurrflugur og straumflugur

Húsnæði:

Hægt að fá gistingu í veiðihúsinu Þóristungum

Aðgengi:

4x4

Veiðileyfi

Öll verð miðast við eina stöng

UPPSELT
Put Address Here

Vinsæl veiðisvæði

Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.