Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Árbót – Laxá í Aðaldal
Um er að ræða fornfrægt stórlaxasvæði, þó ekki veiðist þar margir laxar árlega í dag. Um er að ræða austurbakka Laxá í Aðaldal, frá Bæjarklöpp að og með Höskuldarvík. Árbót er einna þekktust í dag fyrir góða urriðaveiði en hvert sumar koma þar á land nokkrir laxar sem geta verið í yfirstærð. Þetta er frábær möguleiki fyrir fjölskyldur eða lítinn vinahóp. Tvær til fjórar stangir eru leyfðar á svæðinu eftir tímabili og eru þær seldar allar saman í tveggja daga hollum
1. Apríl -20. Júní – 4 stangir leyfðar
20. Júní – 20. Sept – 2 stangir leyfðar
Veiðisvæði
Er rúmir 3 km að lengd og nær að neðanverðu frá svokallaðri Bæjarklöpp og að girðingarenda ofan við Höskuldarvik, aðeins Austurbakkinn.
Mögulegt er að bæta við stöngum á hinnum bakkanum á veiðisvæðunum Tjörn og Hjarðarhaga.
Veiðihús
Veiðihúsið Vörðuholt er rúmir 100 fm og stendur á bökkum Laxá. Gistiaðstaða er fyrir sex manns í þremur tveggja manna herbergjum, rúmgóð stofa með arni og vel búið eldhús. Stór verönd með heitum potti er umhverfis húsið með útihúsgögnum og gasgrilli.
Veiðimenn mega koma í hús 1 klst. fyrir veiðitíma en brottfarardag skulu þeir rýma hús 1 klst. eftir að veiðitíma lýkur.
Fjarlægð frá Reykjavík:
450km
Veiðitímabil:
1. apríl - 20. September
Meðalstærð:
Urriði - 3 pund - Lax 10 pund
Fjöldi stanga:
2-4 eftir tímabilum
Leyfilegt agn:
Fluga
Veiðibúnaður:
#6 einhenda urriða - #8 tvíhenda lax
Bestu flugurnar:
Húsnæði:
Veiðihúsið Vörðuholt
Aðgengi:
Gott
Veiðileyfi
Öll verð miðast við eina stöng
Put Address Here
Vinsæl veiðisvæði
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.