Sumarið 2022 munu að minsta kosti þrjú ný veiðisvæði koma inn í Veiðifélaga. Þau eru Efri-Brú í Úlfljótsvatni, Stæðavötn og Vaðall við Breiðuvík. Efri-Brú er fornfrægt veiðisvæði í Úlfljótsvatni þekkt fyrir stórar bleikjur. Stæðavötn og Vaðall eru bæði staðsett á sunnaverðum Vestfjörðum, skammt frá Breiðuvík. Að sjálfsögðu munu Veiðifélagar áfram njóta aragrúa af afsláttum og sérkjörum bæði í vefsölu Fish Partner sem og hjá okkar fjölmörgu samstarfsaðilum.
Ársgjald Veiðifélaga er 6000kr og hægt að skrá sig hér.
Hér að neðan má sjá lista yfir hvenær veiðisvæðin opna og loka ásamt almenum veiðireglum og kort af öllum Veiðifélagasvæðunum.
Veiðisvæði | Opnar | Lokar | Leyfilegt agn | Stangarfjöldi |
---|---|---|---|---|
Langavatn á Héraði | Þegar ísa leysir | 30.sep | Fluga, Spún, Beita | Ótakmarkað |
Vesturhópsvatn | Þegar ísa leysir | 30.sep | Fluga, Spún, Beita | Ótakmarkað |
Laxárvatn í Hún | Þegar ísa leysir | 30.sep | Fluga, Spún, Beita | Ótakmarkað |
Dómadalsvatn | Þegar fært er á veiðisvæðið | 30.sep | Fluga, Spún, Beita | Ótakmarkað |
Herbjarnafellsvatn | Þegar fært er á veiðisvæðið | 30.sep | Fluga, Spún, Beita | Ótakmarkað |
Blautulón | Þegar fært er á veiðisvæðið | 30.sep | Fluga, Spún, Beita, Net | Ótakmarkað |
Blönduvatn | Þegar fært er á veiðisvæðið | 30.sep | Fluga, Spún, Beita | Ótakmarkað |
Geitabergsvatn | 1.apr | 25.sep | Fluga, Spún, Beita | Ótakmarkað |
Þórisstaðarvatn | 1.apr | 25.sep | Fluga, Spún, Beita | Ótakmarkað |
Eyrarvatn | 1.apr | 25.sep | Fluga, Spún, Beita | Ótakmarkað |
Efri-Brú Úlfljótsvatn | 1.maí | 30.sep | Fluga | 5 (bóka þarf í vefsölu stangardag) |
Fellsendavatn | 1.maí | 30.sep | Fluga, Spún, Beita | Ótakmarkað |
Stæðavötn | 15.maí | 15.sep | Fluga, Spún, Beita | Ótakmarkað |
Vaðall | 15.maí | 15.sep | Fluga, Spún, Beita | Ótakmarkað |
Reykjavatn og Reyká | 15.jún | 31.ágú | Fluga | Ótakmarkað |