Laxárvatn í Húnavatnssýslu - Fish Partner

Laxárvatn í Húnavatnssýslu

LAXÁRVATN

Laxárvatn er í austur Húnavatnssýslu rétt sunnan við Blönduós. Vatnið er mjög skemmtilegt veiðivatn og fullt af fiski. Mest er af urriða í vatninu en einnig er þar bleikja. Fiskurinn er mest á bilinu hálft til tvö pund. Einnig veiðist þar lax en ein besta og þekktasta laxveiði á heims rennur úr Laxárvatni, Laxá á Ásum. Í vatnið rennur svo fremri Laxá sem á upptök sín í Svínavatni. Aðgengi er gott og umhverfið fallegt, tilvalið fyrir fjölskyldur að koma við og renna fyrir fisk. Gott berjaland er við vatnið og mega veiðifélagar týna þau að vild.

Leiðarlýsing.

Vegalengd frá Reykjavík er um 250 km og um 6 km frá Blönduósi. Beygt er inn Svínvetningabraut (veg 731) sunnan við Blöndu og ekið fram hjá Sauðanesi. Beygt til hægri fyrsta afleggjara eftir að komið er framhjá Sauðanesi og þaðan liggur leiðin niður að vatni.

Veiðisvæðið.

Svæðið sem heimilt er að veiða á er vesturbakkinn á milli landamerkja Sauðaness og Köldukinnar að norðan og milli Sauðaness og Mánafoss að sunnan. Fram í miðjan júní ganga laus hross á svæðinu. Þau geta átt það til að fara í bíla veiðimanna og valda skemmdum. Mælt er með að lagt sé við girðinguna og labbað niður að vatni á þeim tíma sem hrossin eru laus.

Veiðitími

Heimilt er að veiða frá því að ísa leysir og til og með 30. september.

Reglur

Hundar: Já
Notkun báta: Nei
Netaveiði: Nei
Leyfilegt agn: Fluga, maðkur, spún
Umsjónarmaður/veiðivörður: Páll Þórðarson. S: 848 4284

 

 

 

 

Fjarlægð frá Reykjavík:

250km

Veiðitímabil:

Ísa leysir - 30. september

Meðalstærð:

1-2 pund

Fjöldi stanga:

Leyfilegt agn:

Fluga, maðkur, spún

Veiðibúnaður:

Einhenda #4-6

Bestu flugurnar:

Straumflugur, púpur og þurrflugur

Húsnæði:

Aðgengi:

Myndasafn

Veiðileyfi

Öll verð miðast við eina stöng

Put Address Here

Vinsæl veiðisvæði

Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Grenilækur rennur í Landbroti vestan við Kirkjubæjarklaustur. Lækurinn er eitt af bestu sjóbirtingsveiðisvæðum heims og hefur notið gríðarlegra vinsælda um árabil.