Herbjarnarfellsvatn - Fish Partner

Herbjarnarfellsvatn

Herbjarnarfellsvatn

Herbjarnarfellsvatn er skammt vestan Landmannahellis og er vel fært að vatninu fyrir alla bíla eftir miklar vegabætur sumarið 2019. Brekkurnar upp að hálsinum og síðan niður að vatninu eru þó nokkrar, en ættu ekki að hamla för. Vatnið er í 625 metra hæð í fallegri skál undir Herbjarnarfelli og áætlað hefur verið að það sé um 1 km2 að flatarmáli.

Eingöngu er urriði í vatninu og þannig hefur það blessunarlega verið frá því fyrst var sleppt í það árið 1967. Stærðir fiska sveiflast nokkuð í vatninu og er það í beinum tengslum við sleppingar, mest veiðist af pundurum fyrstu árin eftir sleppingar, en heppnir veiðimenn ná þó alltaf stærri fiski. Sögur hafa gengið af stórum fiski þar á sveimi. Reglulegar sleppingar frá árinu 2016 hafa styrkt fiskistofninn í vatninu verulega.

Þess ber að geta að á nokkrum kortum er sýndur slóði frá bílastæðinu og inn með vatninu að austan og að Löðmundarvatni. Þessi slóði eru ekki akvegur, hér hafa kortameistarar farið hamförum og teiknað gönguleiðir sem akvegi.

 

Veiðimenn athugið! Munið að skila veiðiskýrslum. Það er bæði hægt að skila skýrslu í póstkassa við afleggjara að Ljótapolli eða koma við í landmannahelli.

 

Veiðifélagar Fish Partner veiða frítt í Herbjarnarfellsvatn

 

Fjarlægð frá Reykjavík:

160km

Veiðitímabil:

Meðan fært er á veiðisvæðið

Meðalstærð:

1/2-2 pund

Fjöldi stanga:

Leyfilegt agn:

Fluga, maðkur, spún

Veiðibúnaður:

Einhenda #4-6

Bestu flugurnar:

Straumflugur, púpur og þurrflugur

Húsnæði:

Aðgengi:

Myndasafn

Veiðileyfi

Öll verð miðast við eina stöng

Put Address Here

Vinsæl veiðisvæði

Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.