Stæðavötn - Fish Partner

Stæðavötn

Stæðavötn eru staðsett í um 415km fjarlægð frá Reykjavík, uppi á Hafnarfjalli fyrir ofan Breiðuvík í um 160 metra yfir sjávarmáli. Lagt er við veginn og svo er um 10 mínútna ganga upp að vötnunum. Vötnin eru tvö og þar veiðist ágætlega af urriða. Algeng stærð er 1 – 2 pund en reglulega veiðast fiskar um 4 pund.
Efra Stæðavatn er um 1 kílómetra langt og um 800 metra breytt. Neðra Stæðavatn er aðeins minna, eða um 700 metra langt og 500 metra breytt. Bæði vötnin eru skemmtileg veiðivötn og vel þess virði að kanna betur

Veiðisvæðið

Veiði er heimil í báðum vötnum.

Veiðitími

Veiðitími er frjáls, en þó ekki lengur en 12 klukkutíma á dag

Leiðarlýsing

Vegalengd frá Reykjavík er um 415km og um 50 km frá Patreksfirði. Ekið er um Þjóðveg 1 á leið vestur þar til beygt er til vinstri á Vestfjarðarveg (60). Það er ekið í um 218km þar til komið er að Flókalundi. Þaðan er beygt inn á Barðastrandarveg (62) og ekið í um 80 km þar til komið er að Breiðavík.

Google Maps

Fjarlægð frá Reykjavík:

415km

Veiðitímabil:

15 maí - 15 september

Meðalstærð:

1-2 pund

Fjöldi stanga:

Ótakmarkað

Leyfilegt agn:

Fluga, maðkur, spún

Veiðibúnaður:

Einhenda #4-#6

Bestu flugurnar:

Straumflugur og Púpur

Húsnæði:

Aðgengi:

10.mín ganga

Veiðileyfi

Öll verð miðast við eina stöng

Put Address Here

Vinsæl veiðisvæði

Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Síðsumarsá í stóbrotinni náttúru – Þessi tveggja stanga perla og rennur í gríðarlega fallegu, skógi vöxnu, umhverfi í Þjórsárdal.