Úlfljótsvatn – Efri-Brú - Fish Partner Veiðifélag - Bleikjuveiði

Úlfljótsvatn – Efri-Brú

Fjarlægð frá Reykjavík:

70 km

Veiðitímabil:

1. maí - 30. september

Meðalstærð:

Fjöldi stanga:

5

Leyfilegt agn:

Fluga

Veiðibúnaður:

Einhenda #6-8

Bestu flugurnar:

Straumflugur og púpur

Húsnæði:

Hægt að fá gistingu í veiðihúsinu Efri-Brú

Aðgengi:

Fólksbílafært

Úlfljótsvatn – Efri-Brú

Efri-Brú er sennilega allra besta veiðisvæðið í Úlfljótsvatni. Svæðið er stórt og fjölbreytilegt og leyfðar eru fimm stangir. Svæðið er í suðausturhluta vatnsins og nær frá gamla skúrnum við Kallhól og niður að girðingu á Kvíanesi (sjá kort). Töluverður straumur er í rennunni á milli Flateyjar og Kvíaness sem geymir oft boltableikjur og einnig mjög væna urriða. Gott er að nota stóran tökuvara og mjög langan taum og andstreymisveiða rennuna með þungum púpum. Fyrir daga virkjana var þar foss með meters fallhæð. Talið er að þar hafi verið hrygningarstaður urriðans að hausti. Bleikjuveiðin getur orðið ævintýralega góð á sumrin á svæðinu og meðalvigtin í hærri kantinum. Síðustu ár hefur svæðið verið í leigu einkaaðila og ekki aðgengilegt almennningi. Nú verður veiðisvæðið loks aðgengilegt veiðimönnum aftur. Öllum urriða skal sleppt og allri bleikju 45 cm og stærri skal skal sleppt. Þá er kvóti á bleikjunni uppá tíu stykki á stöng. Björgunarvesti eru á svæðinu og viljum við hvetja menn til að nota þau skilyrðislaust.

Veiðifélagar Fish Partner safna 10% Veiðikrónum við kaup á leyfi á Efri-Brú í vefsölu.

Veiðifélagar Fish Partner fá 10% afslátt af veiðileyfum á Efri-Brú í vefsölu.

 

Myndasafn

Veiðileyfi

Öll verð miðast við eina stöng

Put Address Here

Vinsæl veiðisvæði

Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Grenilækur rennur í Landbroti vestan við Kirkjubæjarklaustur. Lækurinn er eitt af bestu sjóbirtingsveiðisvæðum heims og hefur notið gríðarlegra vinsælda um árabil.