Fluguval og veiðiaðferðir í Þingvallavatni
Við tókum tal af veiðimönnum sem stunda vatnið grimmt og hafa gert í áraraðir.
Kristján Páll Rafnsson, Framkvæmdastjóri og eigandi Fish Partner
Urriðaveiðin í Þingvallavatni er eitt af því sem ég algerlega elska og ég tel niður dagana yfir veturinn. Þessir fiskar eiga sér engan líkan og eru að mínu mati allra sterkustu laxfiskar sem finnast í veröldinni. Í apríl og maí nota ég mest straumflugur en þó líka púpur, það fer allt eftir svæðum og aðstæðum. Mest notast ég við stangir fyrir línu sjö í straumflugurnar en sexuna í nettari veiði.
Kárastaðir
Hér nota ég mest intermetiate línu eða sökkhraða sem kemur flugunni aðeins undyr yfirborðið. Ég byrja strax að strippa nema að það sé mikil alda þá læt ég aðeins sökkva áður en ég byrja dráttinn. Ég dreg yfirleitt frekar hægt. Mest notast ég við þyngdar flugur þá helst með kón eða kúpu haus. Stundum er fiskurinn í yfirborðinu þá nota ég helst flotlínu og oftar en ekki óþyngdar flugur. Td. hefur Muddler gefið mér fisk í þeim aðstæðum. Kvöldin eru töfratíminn á Kárastöðum þó að hann geti gefið á öllum tímum dags.
Svörtuklettar
Hér nota ég eingöngu flotlínu og straumflugur. Þarna er urriðinn oft í fjöruborðinu í hornsíli og oft á grunnu vatni. Svæðið er ekki það auðveldasta að veiða en getur gefið ótrúleg ævintýri og á ég margar góðar minningar þaðan.
Ég er oft með óþyngdar flugur þarna. Black Ghost verður oft fyrir valinu og einnig eru flugurnar hans Cezary oft mjög gjöfular.
Villingavatnsárós
Hér eru púpurnar oftast að gefa best og flotlína eingöngu. Hér er urriðin í allt öðru æti og oft ef hann er tregur þá þarf maður að fara smátt, oft niður í stærð 18 en það þarf að fara varlega því
að þeir eiga auðvelt með að gefa eftir krókarnir. Þurrflugan er oft sterk þarna líka en þó oftast ekki fyrr en seint í maí og júní. Straumfluguna set ég síðast undir á þessu svæði. Tökuvari getur gagnast vel hér og einfaldlega láta fluguna reka út strauminn.
Villingavatn B svæði
Urriðinn er oft á svamli meðframströndinni og yfirleitt á grunnu vatni. Flotlínan er einnig það sem ég notast við þar. Oft má sjá þá í yfirborðinu og þá kasta ég oft votflugum á þá. Annars skanna ég svæðið með straumflugu. Við bátalagið safnast þeir stundum saman í torfu en eru mjög styggir og þarf að fara varðlega að þeim. Púpur eða votflugur eru sterkar þar við þær aðstæður.
Villingavatn (Tjörnin)
Flotlínan er eina vitið hér. Litlar óþyngdar straumflugur hafa reinst mér best hér. Ég hef séð erlenda veiðimenn nota þurrflugu hér við réttar aðstæður með góðum árangri. Þá láta þeir hana liggja eins og flotholt, ég hef persónulega enga þolinmæði í þannig veiðiskap.
Kaldárhöfði
Kaldárhöfðan veiði ég eins og Kárastaði með sömu straumflugum. Þó á ég til að setja hraðari sökkhraða á sumum stöðum þegar ég er að skanna fyrir urriða.
Cezary Fijałkowski
Ég er búinn að veiða síðastliðin tuttugu ár í Þingvallavatni og á þeim tíma er ég búnn að þróa ásamt æsku vini mínum Marek Imerski gríðarlega veiðnar flugur sem við köllum Parrot flies. Marek er þrefaldur meistari í hnýtingum í Póllandi og eru flugurnar því vel hnýttar, enda veitir ekki af fyrir svona risa fiska. Flugurnar eru sérhannaðar til að veiða stóra fiska og hafa gefið marga slíka. Mínar uppáhalds í seríunni eru Parrot Macaw og Gray. Flugurnar eru formlaga eins og fiskur þegar þær eru í vatni og eru með UV/GID og ljóma í myrkri. Þannig að þær henta einstaklega vel í kvöldveiði þó að þær veiði allan dagin líka. Flugurnar eru allar hnýttar á sterka króka frá Gamakatsu
Flugurnar eru einnig vinsælar víða um heim og hafa gefið sjóbirting í Argentínu, Tarpon, Tiger fish, Golden Dorado svo eithvað sé nefnt.
Marek Imerski
Mest nota ég hraðar stangir á Þingvöllum þá oftast Sage línu átta. Þegar kemur að línuvali þá nota ég, Rio In Touch Single Spey WF 8 og Rio In Touch Single Spey 3D F / H / I
Þær eru endingargóðar og virka á flestum stöðum við vatnið.
Ég hlakkar til að sjá ykkur við vatnið í sumar!
Tight lines..