Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns

Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ósum Öxarár sem er helsta hrygningarstöð Þingvallavatns urriðans. Urriðinn sveimar um svæðið í torfum á vorin og getur veiðin orðið ævintýraleg ef menn hitta á eina slíka. Svæðið er stórbrotið hraunsvæði með gjám og hraunkönntum þar sem urriðinn heldur til. Margir telja þetta fallegasta veiðisvæði Þingvallavatns. Svæðið er fjölbreytt og geymir það oft mjög stóra fiska, jafnvel yfir 30 pund.

Veitt er á fjórar stangir á svæðinu til 15. júní en sjö stangir eftir það. Aðeins er veitt á flugu og skal öllum urriða sleppt. 15. júní til 31 ágúst má veiða á spún.

KAUPA VEIÐILEYFI
Fjarlægð frá Reykjavík: 40 km
Veiðitímabil: 20. apríl - 15. september
Meðalstærð: Urriði 4 kg
Fjöldi stanga: 4-7 (eftir tímabilum)
Leyfilegt agn: Fluga, (spún leyfður 15 júní-31ágúst)
Veiðibúnaður: Einhenda #6-8
Bestu flugurnar: Straumflugur og púpur
Aðgengi: Fólksbílafært
Húsnæði: Ýmsir möguleikar

Myndir frá Kárastöðum

Myndir frá Veiðihúsinu Efri-Brú

Veiðileyfi

Öll verð miðast við eina stöng

Staðsetning