Lítið en leynir verulega á sér

Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir. Tjörnin hefur hingað til verið hálfgert leyndarmál nokkurra veiðimanna. Urriðinn er af Þingvallastofni og stærðin og grimmdin eftir því. Vatnið er lítið og grunnt og of má sjá straumrastir i yfirborðinu eftir boltafiska.

Veiðitímabilið er frá 1. apríl til 15. september. Eingöngu er veitt á flugu og skal öllum fiski sleppt. Veitt er á fjórar stangir á dag og er vatninu skipt í tvö svæði, vestur- og austurbakka, og veiða tvær stangir hvorn bakka í senn.

KAUPA VEIÐILEYFI
Fjarlægð frá Reykjavík: 44 km
Veiðitímabil: 1. apríl - 30. september
Meðalstærð: Urriði 4 kg
Fjöldi stanga: 4
Leyfilegt agn: Fluga
Veiðibúnaður: Einhenda #6-8
Bestu flugurnar: Straumflugur og púpur
Aðgengi: Fólksbílafært
Húsnæði: Ýmsir möguleikar

Myndir frá Villingavatni

Myndir frá Veiðihúsinu Efri-Brú

Veiðileyfi

Öll verð miðast við eina stöng

Staðsetning