Vorið er komið í Skaftafellsýslu - Fish Partner - Tungufljót
Sjóbirtingur úr tungufljóti

Vorið er komið í Skaftafellsýslu

 

Vorið loks komið í Skaftafellssýslu!

Eftir erfiðar veður aðstæður fyrstu daga tímabilsins hafa aðstæður loks batnað í Skaftafellssýslu. 34 Birtingum hefur verið landað síðasta ein og hálfan dag í Tungufljóti og hefur veiðin verið með besta móti undanfarið. Mikið er um tökur en hafa þær verið frekar grannar. Meðalstærð fiska var á milli 60-70 cm og stærsti fiskur dagsins í dag var 86cm. Einnig var gaman að sjá að það var svolítið magn af geldfiski inn á milli. Eins og svo oft áður var Syðri-Hólmi að gefa best en fiskum var einnig landað við Brú og Gæfubakka.
 
Nú fylgja uppábúin rúm, handklæði og þrif öllum seldum leyfum í Tungufljóti án nokkurs aukakostnað. 
 
Lausar stangir í Tungufljót má sjá hér.
 
 
 

Vinsæl veiðisvæði

Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Síðsumarsá í stóbrotinni náttúru – Þessi tveggja stanga perla og rennur í gríðarlega fallegu, skógi vöxnu, umhverfi í Þjórsárdal.