Vorið loks komið í Skaftafellssýslu!

Eftir erfiðar veður aðstæður fyrstu daga tímabilsins hafa aðstæður loks batnað í Skaftafellssýslu. 34 Birtingum hefur verið landað síðasta ein og hálfan dag í Tungufljóti og hefur veiðin verið með besta móti undanfarið. Mikið er um tökur en hafa þær verið frekar grannar. Meðalstærð fiska var á milli 60-70 cm og stærsti fiskur dagsins í dag var 86cm. Einnig var gaman að sjá að það var svolítið magn af geldfiski inn á milli. Eins og svo oft áður var Syðri-Hólmi að gefa best en fiskum var einnig landað við Brú og Gæfubakka.
 
Nú fylgja uppábúin rúm, handklæði og þrif öllum seldum leyfum í Tungufljóti án nokkurs aukakostnað. 
 
Lausar stangir í Tungufljót má sjá hér.