Nýtt veiðihús opnað við Úlfljótsvatn. 

 
Við höfum nú opnað veiðihúsið Efri Brú við Úlfljótsvatn. 
 
Húsið er hið glæsilegasta og er kærkomið fyrir veiðimenn sem eru við veiðar á svæðum Þingvalavatns og Úlfljótsvatns.  Þrjú tveggja manna herbergi eru í húsinu og því gistirími fyrir sex manns. Það eru tvö baðherbergi, fullbúið elhúhs, Grill, frystir fyrir bleikjuna sem menn óska að taka í soðið, þvottavél, Þurrkari og aðstaða til að þurrka vöðlur. Mögulegt er að fá fulla þjónustu í húsið, Morgunverður, hádegisverðar box og þriggja rétta kvöldverð fyrir þá sem óska. 
 
Þetta er tilvalið fyrir hópa sem vilja veiða á svæðinu og hafa það gott í veiðihúsinu Efri Brú.  
 
Veiðisvæði Fish Partner í nágrenninu:
Svörtu Klettar