Það er gengin fiskur og menn sem voru þar á dögunum lentu í hörkuveiði. Fiskurinn var víða um svæðið og þeir sem voru við veiðar áttu frábæran tíma á bakkanum. Þeir lönduðu hvorki meira né minna en 18 sjóbirtingum upp að 82cm! Myndirnar tala sínu máli. Við eigum örfá laus holl á næstunni.

Veiðimenn sem voru að hætta á hádegi í gær áttu frábæran morgun. Það er klárlega fiskur að sullast inn úr Blöndu.
Erlendur veiðimaður sem var á veiðum fékk 3 laxa á morgunvaktinni, einn smálax, annan 87cm og einn svakalega bolta sem mældist 99,5cm. Það var alveg sama hvernig hann var mældur, hann vildi ekki ná 100cm.



Við eigum örfá laus holl á næstunni í þessari perlu í Húnavatnssýslu
Veiðin þar hefur verið upp og niður í sumar. Þá aðallega vegna hita og jökulbráðar. En hún á það til að litast þegar mikill hiti er. Nú er hins vegar að kólna og ætti áin að vera í frábæru vatni út ágúst . Ágúst er yfirleitt besti mánuðurinn þar í Norðlingafljóti og því enginn tími betri en akkúrat núna.
Töluvert laust þar núna í ágúst.
Veiðin er búin að vera algjörlega frábær þar í sumar og er enn. Við viljum benda mönnum á að ágúst getur verið mjög góður þarna uppfrá og gefur oftar en ekki hörku veiði. Þá serstaklega í kringum læki sem renna í vötnin.
Nóg er af lausum leyfum á Arnarvatnsheiði það sem eftir lifir tímabils og einnig er töluvert laust í skálana á svæðinu