Svartá - Fish Partner

Svartá

Svartá, staðsett í norðvesturhluta Íslands, er einstök þverá hinnar frægu Blöndu. Áin, sem er aðeins veidd með þremur stöngum í einu, nær yfir 20 kílómetra kafla af tæru vatni. Árlega veiðast þar að meðaltali um 300 laxar, margir þeirra stórir og kraftmiklir.

Svartá er einnig þekkt fyrir silungaveiði, og margir veiðimenn kjósa að koma með bæði laxabúnað og léttari græjur fyrir urriðann.

Straumhörð áin hentar vel fyrir flottúpur og hitch, og fjölbreyttir hylir hennar bjóða upp á spennandi veiðimöguleika. Einn af gjöfulustu stöðunum er þar sem Svartá sameinast Blöndu, þar sem tæra vatnið úr Svartá blandast við Blönduvatn.

 

Veiðihús

Veiðimenn dvelja  í sjarmerandi sjálfsþjónustu veiðihúsi í töfrandi umhverfi Svartárdals. Húsið er fullbúið með heitum potti og stórkostlegu útsýni yfir ána. Fyrir þá sem vilja fulla þjónustu er hægt að fá gistingu í veiðihúsinu við Hólahvarf

Fjarlægð frá Reykjavík:

250km

Veiðitímabil:

1. Júlí - 30. September

Meðalstærð:

Fjöldi stanga:

3

Leyfilegt agn:

Fluga með flugustöng

Veiðibúnaður:

#6-8 einhenda

Bestu flugurnar:

Hitch, Sunray, Frances, Collie Dog

Húsnæði:

Aðgengi:

Fólksbílafært

Veiðileyfi

Öll verð miðast við eina stöng

Put Address Here

Vinsæl veiðisvæði

Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.