Það má með sanni segja að veturinn hafi heilsað upp á okkur í opnuninni á Blöndu. Snjókoma, rok og kuldi. Þetta voru krefjandi aðstæður þar sem heilar tvær gráður, og hvöss norðanáttin börðu veiðimenn í andlitið. Allir lækir urðu svo út bólgnir af lituðu og ísköldu vatni, sem gerði aðstæður en meira krefjandi.
Á síðustu vaktinni skánaði veðrið og menn urðu varir við og settu í fiska. Tvær gullfallegar, ekta Blöndu hrygnur komu á land og voru það reynsluboltarnir Árni Baldursson og Reynir Sigmundsson sem lönduðu þessum glæsilegu löxum sem mældust 92cm og 85cm.
Tveir laxar fóru í gegnum teljaran síðastliðna nótt, og eru þá fjórir laxar komnir í gegnum teljaran þegar þessi frétt er skrifuð þann 7. júní.
Eftir seinustu vakt varð Árni Baldursson var við mikið líf á breiðunni. Þar var allt krökkt af hettumáf að éta eitthvað í yfirborðinu sem líklega gæti verið laxalús. Það er klárt mál að hann er að ganga. Það eru nokkrar lausar stangir á næstunni fyrir þá sem vilja eiga möguleika á að berjast við þessa mögnuðu fiska sem eru að ganga í Blöndu um þessar mundir.
Í meðfylgjandi myndbandi má sjá fyrsta lax sumarsins sem fór í gegnum teljarann þann 30. maí síðastliðinn. Það var glæsileg hrygna sem var 94 cm.





