Laxinn er mættur í Blöndu - Fish Partner

Laxinn er mættur í Blöndu

Í gærmorgun, 1. Júní, gekk Höskuldur B Erlingsson, betur þekktur sem Höski Lögga, niður að Dammi í Blöndu og sá fyrsta lax sem sést hefur í ánni þetta árið. Þetta eru góð tíðindi og mikil spenna að sjá hvernig opnunin verður þann 5. Júní næstkomandi, enda klárt mál að þetta er ekki eini laxinn sem er mættur í ánna!

Undanfarið hefur borið á neikvæðum fréttaflutningi af Blöndu þess efnis að áin sé illveiðianleg vegna yfirfalls. Blanda er vissulega á yfirfalli þessa dagana, en það vatn sem seytlar yfir stífluna er leysingavatn vegna snjóbráðar.

Vatnið tært og flott, eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði. Við eigum lausar stangir í opnun og næstu daga sem finna má í vefsölunni

Blanda sv 1
Blanda sv 2
Blanda sv 3
Blanda sv 4

Vinsæl veiðisvæði

Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiðisvæði landsins.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiðisvæði landsins.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.