Blanda Sv 3 - Fish Partner

Blanda Sv 3

Blanda er ein af þessum stóru þegar kemur að laxveiðiám Íslandi og er jafnframt í hópi þeirra fremstu og bestu.  Blanda er þekkt fyrir miklar aflahrotur en veiðin hefur sveiflast mikið á síðastliðnum áratugum og hefur veiðin farið upp í hæstu hæðir sum ár. Laxinn í Blöndu er snemmgenginn stórlaxastofn sem byrjar að ganga í maí, og svo verða göngurnar kröftugri þegar kemur fram í júlí.

Þegar líða tekur á sumarið er það nánast árviss atburður að Blöndulón fyllist og jökulvatn flæðir yfir stífluna, þá er talað um að Blanda sé komin á yfirfall. Það koma þó ár sem að þetta gerist ekki og þá er hægt að veiða ána út tímabilið. Einnig getur það gerst að vélar séu sérstaklega keyrðar í Blönduvirkjun og þá getur áin gruggast.  Fish Partner getur ekki tekið ábyrgð á ástandi árinar þegar menn eru við veiðar..

Blanda Sv 1
Blanda Sv 2
Blanda Sv 3
Blanda Sv 4

Svæði 3

Svæði 3 getur oft verið gjöfult og stórskemmtilegt. Mesta laxveiðivonin er þegar líður tekur á júlí. Svæðið er hátt í tuttugu klílómetrar að lengd í heildina. Áin rennur í stórum og miklum gljúfrum á efra svæðinu, áður en það liðast um á eyrum þegar neðar dregur.

Sú breyting verður nú á að svæði 3 verður skipt í tvö svæði, efra og neðra.

Neðra svæðið: Er frá brúnni yfir Blöndu í Blöndudal og niður að gömlu mörkum sem miðast við hugsaðri línu dregin frá Svartárbrú að svonefndum Svartárbakka.

Efra  svæðið: Er frá brúnni yfir Blöndu í Blöndudal og upp í svokallaðan skurð eða um 50m Neðan við affal Blönduvirkjunar.

Nýtt!

Við munum bjóða uppá flotferðir með leiðsögumanni á efra svæðinu þar sem flotið verður niður gljúfrin og veitt á stöðum sem sjaldnar eru veiddir. 

 

Blanda er varasöm, vatnsmikil og straumhörð. Við hvetjum veiðimenn til að fara með gát og nota vaðstaf og björgunarvesti við veiðar.

Veiðhús

Hólahvarf er glæsilegt veiðihús með fullri þjónustu, topp aðbúnaði og öllum nútíma þægindum.

Í húsinu eru tólf tveggja manna herbergi með sér baði. Nýr stór pottur er utan við húsið og gufubað inni í húsinu.

Setustofan er rúmgóð með útsýni yfir ána og dalinn.

 

Fjarlægð frá Reykjavík:

240km

Veiðitímabil:

20 Júní - 20 september.

Meðalstærð:

8 pund

Fjöldi stanga:

3

Leyfilegt agn:

Fluga með flugustöng

Veiðibúnaður:

Einhenda/tvíhenda #8-10

Bestu flugurnar:

Gárutúpur, Frances, Sunray Shadow, Snælda ofl.

Húsnæði:

Veiðihúsið Hólahvarf.

Aðgengi:

Að hluta til aðgengilegur fólksbílum, sumstaðar þarf stærri 4x4

Veiðileyfi

Öll verð miðast við eina stöng

Put Address Here

Vinsæl veiðisvæði

Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.