Arnarvatnsheiðin er nú í fullum blóma. Lífríkið er komið á svakalegt flug og menn eru að gera feikna góða veiði. Það virðist allstaðar sem færi er komið niður vera fiskur.
Við fengum fregnir frá erlendum veiðimönnum sem voru að enda veiðar eftir nokkura daga viðveru. Afraskturinn voru um 250 fiskar sem verður að teljast harla gott. Þeir voru duglegir að fara um svæðið og veiddu eingöngu með flugu. Þeir notuðu belly báta á Úlfsvatni sem gaf góða raun. Fiskarnir voru upp í rúm fimm pund og allt þar á milli.
Það nóg laus gisting uppfrá núna þegar líða fer á júlí og í ágúst. Ágúst er mjög vanmetin tími á heiðinni en veiðin er oft rífandi góð út allan mánuðinn