Stuð á Arnarvatnsheiði - Fish Partner

Stuð á Arnarvatnsheiði

Arnarvatnsheiðin er nú í fullum blóma. Lífríkið er komið á svakalegt flug og menn eru að gera feikna góða veiði. Það virðist allstaðar sem færi er komið niður vera fiskur.

Við fengum fregnir frá erlendum veiðimönnum sem voru að enda veiðar eftir nokkura daga viðveru. Afraskturinn voru um 250 fiskar sem verður að teljast harla gott. Þeir voru duglegir að fara um svæðið og veiddu eingöngu með flugu. Þeir notuðu belly báta á Úlfsvatni sem gaf góða raun. Fiskarnir voru upp í rúm fimm pund og allt þar á milli.

Það nóg laus gisting uppfrá núna þegar líða fer á júlí og í ágúst. Ágúst er mjög vanmetin tími á heiðinni en veiðin er oft rífandi góð út allan mánuðinn

Vinsæl veiðisvæði

Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.