Arnarvatnsheiðin fer vel af stað - Fish Partner

Arnarvatnsheiðin fer vel af stað

Arnarvatnsheiðin er nú loks komin á fulla ferð eftir erfiðan veðrasaman júní mánuð. Menn hafa verið að gera fannta góða veiði á heiðinni núna síðustu daga og komið niður klyfjaðir af silung.

Þau vötn sem gefið hafa best eru Úlfsvatn, Hávaðavötn, Arnarvatn litla og Jónsvatn. Líklega vegna þess að þau hafa langmest verið stunduð. Það verður spennandi að fylgjast með ganginum á heiðinni nú þegar sumarið er loks gengið í garð.

Fluguveiðisvæðið Refsveina og Stóralón hefur tekið vel á móti fluguveiði mönnum og konum og hafa menn verið kampakátir með aflan. Töluvert af vænum fiski eða allt að sexíu sentimetra fiskar hafa veiðst. Best hefur veiðst á púpur og þurrflugur hafa einnig verið að gefa þegar skilyrði hafa verið til.

Það er nokkuð víst að fluguveiðisvæðið er komið til að vera því að það hefur verið mjög vinsælt meðal þeirra sem stunda þannig veiði.

Leyfi og Hús

Vinsæl veiðisvæði

Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.