Hópaferðir - Fish Partner

Hópaferðir

Eins og alltaf bjóðum við upp á skemtilegar hópaferðir á hverju ári. Eigum laus pláss í tvær spennandi hóparferðir.

Silungasafarí Dagbók Urriða 29-31 ágúst Þessar ferðir þarf lítið að kynna enda einar vinsælustu veiðiferðir landsins síðusta ára. Nokkur pláss eftir í síðustu Safarí ferð sumarsins.

Amazon – Peacock Bass veiði, 2.-9. febrúar 2025.

2.– 9. Febrúar 2025 ætlum við á vit ævintýrana í Amazonfrumskógi Brasilíu. Áfangastaðurinn er Xeriuini River náttúruverndarsvæðið og Rio Novo í norðanverðum Amazonfrumskóginum.

Veiðin á svæðinu er mjög fjölbreytt en aðal tegundinn sem veiðimenn eltast við eru hinar 4 tegundir Peacock Bass sem finna má í þeim 300km af ám og yfir 100 mismunandi lónum sem við eigum kost á að veiða.
Butterfly og Orinocco Peacock bass verða um 10pund að stærð en Acu Peackock verða yfir 20 pund og stærstu Peacock Bass heims hafa einmitt veiðst á þessu svæði. Aðrar tegundir sem veiðimenn gætu rekist á eru hinir risavöxnu Arapaima, Arawana, Vampíru fiska, Úlffiska og mikið magn mismunandi Kattfiska.
Veiðimenn veiða bæði frá landi og frá 18feta bátum undir handleiðslu reynslu mikila innfæddra leiðsögumanna.
Mest er veitt á straumflugur og “poppera”(yfirborðs flugur sem eru strippaðar inn) og mælt er með stöngum númer #8 til #10 og tauma milli 30lb-50lb.

Frekari upplýsingar hér, sindri@fishpartner.com eða í síma 8677545

Vinsæl veiðisvæði

Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.