Það eru spennandi tímar framundan hjá Fish Partner því að á félagsfundi Veiðifélags Blöndu og Svartár í gær var samningur á milli veiðifélagsins og Fish Partner samþykktur. Þetta eru stór tíðindi og mikið verk fyrir höndum þar sem þetta er eitt stærsta veiðisvæði landsins. Veiðin verður eingöngu fluguveiði og öllu sleppt.
Við erum einnig með ýmsar nýstárlegar hugmyndir sem kynntar verða á allra næstu misserum.
Það sem við getum gefið upp núna er:
Svæði 1 verður selt sér frá 5 júní til 20 Júni. Frá og með 20 Júní eru svæði 1 og svæði 2 seld saman pakka, þá í forsölu en það sem eftir verður af leyfum á vordögum verður selt á hverju svæði fyrir sig.
Svæði 3 verður skipt í efra og neðra svæði. Og skiptist svæðið við brúnna í Blöndudal.
Þannig að hægt verður að kaupa leyfi annað hvort á efra svæði eða neðra. Á efra svæðinu munum við bjóða uppá svokallaða flotveiði. Þá er notaður sérstakur “riverrafting” bátur til að fljóta niður ána og margir staðir í gljúfrunum veiddir sem sjaldan eru veiddir. Þessar ferðir eru eingöngu farnar með vönum leiðsögumanni.
Refsá eða svæði 4 verður áfram selt sér og í hollum. Eins og áður og geta menn fengið gistingu í sjálfsmennsku á gamla bænum á Eldjárnsstöðum eða verið í fullri þjónustu í veiðihúsinu Hólahvarfi ef að rúm leyfir.
Þessi perla verður sem áður seld í hollum og verður áfram notast við gamla góða veiðihúsið í Svartárdal.
Við erum nú byrjaðir að bóka þannig að þeir sem áhuga hafa vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Fish Partner eða sendið póst á Info@fishpartner.is