Fellsendavatn inn í Veiðifélaga! - Fish Partner Veiðifélag
Fellsendavatn

Fellsendavatn inn í Veiðifélaga!

Við viljum þakka kærlega fyrir frábærar viðtökur við Veiðifélaga klúbbnum okkar. Vegna frábæra viðtakna höfum við séð okkur kleift að bæta inn öðru vatni inn í Veiðifélaga og er Fellsendavatn fyrsta vatnið sem bætist nýtt í hópinn. Með auknum hópmætti Veiðifélaga sjáum við fram á að bæta fleiri vötnum í framtíðinni inn svo endilega hjálpið okkur að stækka samfélag Veiðifélaga.

Fish Partner hefur síðustu ár verið með Fellsendavatn í umboðssölu fyrir Veiðifélag Holtamannaafréttar og hafa veiðileyfi kostað 5000kr. Nú höfum við tekið vatnið á leigu og munu dagsleyfi áfram kosta 5000kr en Veiðifélagar fá árskort í vatnið.

Á hverju ári er miklu magni urriða seiða sleppt í vatnið og verður því haldið áfram. Vatnið hefur verið mjög vinsælt meðal veiðimanna síðustu ár enda hægt að næla í stóra urriða sem og lenda í magnveiði þegar maður hittir rétt á.

Umhverfi vatnsins er einstakt, svartir sandar hálendis eyðimörkinnar en viljum við biðja Veiðifélaga að ganga sérstaklega vel um viðkvæman gróður á svæðinu.

Veiðireglur verða óbreyttar, áfram má veiða á flugu, maðk og spún og veiðitími frjáls en að hámarki 12 tímar á dag.

Auðveld aðgengi er að vatni og er það fullkomið fyrir fjölskyldufólk. Sem fyrr veiða börn frítt með Veiðifélögum.

Fellsendavatn

Vinsæl veiðisvæði

Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.