Við viljum þakka kærlega fyrir frábærar viðtökur við Veiðifélaga klúbbnum okkar. Vegna frábæra viðtakna höfum við séð okkur kleift að bæta inn öðru vatni inn í Veiðifélaga og er Fellsendavatn fyrsta vatnið sem bætist nýtt í hópinn. Með auknum hópmætti Veiðifélaga sjáum við fram á að bæta fleiri vötnum í framtíðinni inn svo endilega hjálpið okkur að stækka samfélag Veiðifélaga.
Fish Partner hefur síðustu ár verið með Fellsendavatn í umboðssölu fyrir Veiðifélag Holtamannaafréttar og hafa veiðileyfi kostað 5000kr. Nú höfum við tekið vatnið á leigu og munu dagsleyfi áfram kosta 5000kr en Veiðifélagar fá árskort í vatnið.
Á hverju ári er miklu magni urriða seiða sleppt í vatnið og verður því haldið áfram. Vatnið hefur verið mjög vinsælt meðal veiðimanna síðustu ár enda hægt að næla í stóra urriða sem og lenda í magnveiði þegar maður hittir rétt á.
Umhverfi vatnsins er einstakt, svartir sandar hálendis eyðimörkinnar en viljum við biðja Veiðifélaga að ganga sérstaklega vel um viðkvæman gróður á svæðinu.
Veiðireglur verða óbreyttar, áfram má veiða á flugu, maðk og spún og veiðitími frjáls en að hámarki 12 tímar á dag.
Auðveld aðgengi er að vatni og er það fullkomið fyrir fjölskyldufólk. Sem fyrr veiða börn frítt með Veiðifélögum.