Fish Partner Veiðifélag - Nýtt Heimasíða og Nýr Veiðiklúbbur
Bleikja Kaldakvísl

Ný heimasíða, Ný veiðisvæði, Nýr klúbbur

Velkominn á nýja heimasíðu Fish Partner. Öll síðan hefur verið tekin í gegn síðustu mánuði til að bæta virkni vefsölunar, auka hraða og gera að öllu leyti notendavænni.  Við vonum að uppfærð þjónusta okkar eigi eftir að reynast vel.

Við höfum einning bætt við okkur nýjum veiðisvæðum í leigu eða umboðssölu:

Jónskvísl/Sýrlækur Fish Partner hefur tekið hluta veiðidagana í Jónskvísl/Sýrlæk á leigu. En þessar fallegu, litlu sjóbirtingsár ætti að vera mörgum kunnugar. Leyfi eru seld í tveggja daga hollum(hálfur-heill-hálfur), allar þrjár stangir saman ásamt veiðihúsi. Veiðihúsið er lítil og notalegur bústaður sem stendur á bökkum árinar.

Grenlækur sv4/Flóðið Flóðið í Grenlæk er annað svæði sem sjóbirtingsveiðimenn ættu að þekkja vel. Leyfi eru seld í tveggja daga hollum, fjórar stangir saman. Eins og er fylgir ekkert veiðihús svæðinu en margir góðir möguleikar í gistingu eru í nágreninu.

Minnivallalækur Þarf ekki að kynna fyrir neinnum en við munum selja holl í umboðssölu fyrir vini okkar hjá Strengir

Skaftá-Ásgarður Er en eitt nýtt sjóbirtingssvæði sem við munnum bjóða upp á 2021. Eins og nafnið gefur til kynna er svæðið í Skaftá í landi Ásgarðs og nær frá vatnamótum Tungulæks og Skaftá og niður með land Ásgarðs. Ásgarðstjörnin fylgir með veiðileyfum en Sjóbirtingur gengur í hana úr Skaftánni. Leyfi eru seld í stökum dögum, báðar stangir saman.

Nyðri og Syðri Ófærur eru hálendis ár á fjallabak nyðri og rennur sú Nyðri um Eldgjá en þær falla báðar á endanum í Skaftá.  Uppistaðan af veiðinni eru ágætist fjallableikjur og stöku urriði. 4 stangir eru leyfðar á svæðinu og eru seldar stakar stangir í einn dag í senn.

Stærsta nýjunginn hjá okkur er samt án efa Veiðifélagar. Nýr meðlima klúbbur sem Fish Partner hefur sett á laggirnar.

Meðlimir borga ársgjald sem er 6000kr og fá í staðinn mikið af fríðindum:

Á næstu misserum munu svo bætast inn en fleiri afslættir, tilboð til veiðifélaga, fídusar og hugsanlega ný veiðisvæði. 

Endilega látið okkur vita á info@fishpartner.com ef þið eruð með eitthverjar fyrirspurnir, kvartanir eða athugasemdir. 

Takk fyrir samstarfið í gegnum árin.

Fh. Fish Partner

Sindri Hlíðar Jónsson

 
 

Vinsæl veiðisvæði

Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Síðsumarsá í stóbrotinni náttúru – Þessi tveggja stanga perla og rennur í gríðarlega fallegu, skógi vöxnu, umhverfi í Þjórsárdal.