Til viðbótar við þau námskeið sem við höfum verið að bjóða upp á í Akademíunni vorum við byrja bjóða upp á Pakkaferðum.
Fyrstu ferðirnar sem við bjóðum upp á eru:
Púpa 101
Bóklegt og verklegt námskeið um grunnatriði í andstreymisveiði. Sérstaklega verður lögð áhersla á veiði með tökuvara. Námskeiðið skiptist í bóklegan og verklegan hluta. Bóklegi hlutinn verður haldin í Sundaborg 5 og sá verklegi í Bugðu í Hvalfirði.
Kennarar eru tveir þekktustu silungsveiðimenn þeir Hrafn Hauksson og Sigþór Steinn Ólafsson.
Veiðifélagar fá 6000kr afslátt á námskeiðið(ársgjald Veiðifélaga er 6000kr)
Púpa 201
Bóklegt og verklegt námskeið sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Þátttakendur læra allt sem viðkemur andstreymisveiði. Veitt verður í Köldukvísl og Tungnaá.
Bóklegi hlutinn verður kenndur í Reykjavík, Í Sundaborg 5. Þar verða kynningar á öllum aðferðum og hnútum sem tengjast andstreymisveiði. Farið verður ítarlega í hvernig skal bera sig í mismunandi aðstæðum, réttar þyngingar, lengdir tauma, stærð tökuvara, flugur o.fl. Einnig verður farið yfir „euro nymphing“ og hvernig og hvenær gott er að nota þurrflugu.
Verklegi hlutinn verður kenndur í Köldukvísl og Tungnaá á hálendinu. Þar fá þátttakendur færi á að spreyta sig í listinni að púpa við mismunandi aðstæður undir leiðsögn færustu kennara sem völ er á.
Kennarar verða þeir Hrafn Hauksson, Sigþór Steinn Ólafsson og Birkir Mar Harðarsson
Veiðifélagar fá 6000kr afslátt á námskeiðið(ársgjald Veiðifélaga er 6000kr)
Silungasafarí með Dagbók Urriða
3 daga veiðiferð um Norðlingafljót með Ólafi Tómasi Guðbjartssyni, Dagbók urriða sem fararstjóra.
Veiði og skemmtiferð með einum færasta silungsveiðimanni landsins.
Ferðin er aðeins ætluð Veiðifélögum