Veiðiferðir og námskeið - Fish Partner
stór urriði - silungsveiði

Veiðiferðir og námskeið

Til viðbótar við þau námskeið sem við höfum verið að bjóða upp á í Akademíunni vorum við byrja bjóða upp á Pakkaferðum.

Fyrstu ferðirnar sem við bjóðum upp á eru:

Púpa 101

Bóklegt og verklegt námskeið um grunnatriði í andstreymisveiði. Sérstaklega verður lögð áhersla á veiði með tökuvara. Námskeiðið skiptist í bóklegan og verklegan hluta. Bóklegi hlutinn verður haldin í Sundaborg 5 og sá verklegi í Bugðu í Hvalfirði.

Kennarar eru tveir þekktustu silungsveiðimenn þeir Hrafn Hauksson og Sigþór Steinn Ólafsson.

Veiðifélagar fá 6000kr afslátt á námskeiðið(ársgjald Veiðifélaga er 6000kr)

Púpa 201

Bóklegt og verklegt námskeið sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Þátttakendur læra allt sem viðkemur andstreymisveiði. Veitt verður í Köldukvísl og Tungnaá.

Bóklegi hlutinn verður kenndur í Reykjavík, Í Sundaborg 5. Þar verða kynningar á öllum aðferðum og hnútum sem tengjast andstreymisveiði. Farið verður ítarlega í hvernig skal bera sig í mismunandi aðstæðum, réttar þyngingar, lengdir tauma, stærð tökuvara, flugur o.fl. Einnig verður farið yfir „euro nymphing“ og  hvernig og hvenær gott er að nota þurrflugu.

Verklegi hlutinn verður kenndur í Köldukvísl og Tungnaá á hálendinu. Þar fá þátttakendur færi á að spreyta sig í listinni að púpa við mismunandi aðstæður undir leiðsögn færustu kennara sem völ er á.

Kennarar verða þeir Hrafn Hauksson, Sigþór Steinn Ólafsson og Birkir Mar Harðarsson

Veiðifélagar fá 6000kr afslátt á námskeiðið(ársgjald Veiðifélaga er 6000kr)

Silungasafarí með Dagbók Urriða

3 daga veiðiferð um Norðlingafljót með Ólafi Tómasi Guðbjartssyni, Dagbók urriða sem fararstjóra.

Veiði og skemmtiferð með einum færasta silungsveiðimanni landsins.

Ferðin er aðeins ætluð Veiðifélögum

Vinsæl veiðisvæði

Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.