Laxinn mættur í Sandá! TILBOÐ Á LAUSUM DÖGUM!
Laxinn er mættur í Sandá í Þjórsárdal en Sindri Hlíðar var við ána í fyrradag og sá fiska og náði tveimur. Rigning er í kortunum og því ljóst að laxinn mun ganga upp í Sandá úr Þjórsá af krafti á næstu dögum. Að kasta á fisk í Sandá við þessar aðstæður er eins og að kasta á nýgengin fisk, svo tökuglaður getur hann verið. Myndir frá Sindra má sjá hér til hægri með fréttinni.
Að Sandá er aðeins rúmur klukkutíma akstur frá Reykjavík og því er kjörið að skreppar í dagstúr. Veiðitími innan dagsins er frjáls, þó að hámarki 12 klukkustundir.
TILBOÐ: Við ætlum að vera með 25% afslátt af öllum stöngum frá 1. til 20. september. Afslátturinn er kominn inn í vefsöluna. Tvær stangir eru í Sandá og eru þær alltaf seldar saman, og því er verðið í vefsölunni fyrir báðar stangirnar.
Hægt er að kaupa leyfi beint í vefsölunni okkar. Nánari upplýsingar á info@fishpartner.com
[ngg_images gallery_ids=“27″ display_type=“photocrati-nextgen_basic_thumbnails“ show_slideshow_link=“0″]