Kaldárhöfði til Fish Partner - Fish Partner
Kaldárhöfði urriði

Kaldárhöfði til Fish Partner

Kaldárhöfði til Fish Partner

Kaldárhöfði við Þingvallavatn og Úlfljótsvatn er nýjasta svæðið í flóru Fish Partner. Um er að ræða fjölbreytt svæði sem er fornfrægt stórurriðasvæði og mjög sterkt bleikjusvæði. Kaldárhöfði er syðsta veiðisvæðið í Þingvallavatni og nyrsta svæðið í Úlfljótsvatni. Svæðið nær frá Sprænutanga í Þingvallavatni í norðri og að landamörkum við Efri-Brú við Úlfljótsvatn í suðri. Svæðið á sér langa veiðisögu og var sennilega besta urriðasvæði í Þingvallavatni fyrir tíma virkjana í Sogi. Með vaxandi veiði á urriða í vatninu verður spennandi að fylgjast með veiðinni á Kaldárhöfða á næstunni.

Hluti svæðisins er í Úlfljótsvatni og er það svæði bæði þekkt fyrir stóra urriða og nóg af bleikju. Urriðaveiðin er einkum góð nyrst í vatninu og út af hólmanum en bleikjuveiðin er góð á öllu svæðinu.

Veitt er á sex stangir frá 1. maí – 10. júní en tíu stangir frá 11. júní – 31. ágúst. Verð á stöng 1. maí – 10. júní er kr. 10.000 en kr. 3.900 frá 11. júní – 31. ágúst. 

Hægt er að kaupa leyfi beint í vefsölunni okkar. Nánari upplýsingar á www.fishpartner.is eða á info@fishpartner.com

Vinsæl veiðisvæði

Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Síðsumarsá í stóbrotinni náttúru – Þessi tveggja stanga perla og rennur í gríðarlega fallegu, skógi vöxnu, umhverfi í Þjórsárdal.