Bleikjan mætt í Grafará
Gunnar Örn hjá Fish Partner skrapp í Grafará við Hofsós í nokkra tíma í byrjun viku og fann nóg af bleikju og náði 18 fiskum á stuttum tíma. Það er greinilega hörkuganga í Grafaránni og gott vatn en áin óx talsvert í rigningum vikunnar. Bleikja er mjög vel haldin og stærstur hluti veiðinnar voru fiskar á bilinu tvö til fjögur pund.
Hægt er að kaupa veiðileyfi beint í vefsölunni okkar.
[ngg_images display_type=“photocrati-nextgen_basic_thumbnails“ gallery_ids=“26″ show_slideshow_link=“0″]