Þorsteinn og félagar voru á dögunum í Svartá í Hún og áttu svakalega skemmtilegan túr af myndunum að dæma. Það má segja að veiðin hafi verið algjört aukaatriði hjá þessum skemmtilega hóp.
Hinsvegar var veiðin stórkostleg og lönduðu þeir 13 löxum á 11 veiðistöðum og misstu að minnsta kosti annað eins að sögn Þorsteins. Það virðist því sem fiskur sé dreifður um alla á.
Hann sendi okkur nokkrar skemmtilegar myndir úr ferðinni.
Við eigum tvö laus holl eftir í september í Svartá sem eru á mjög sanngjörnu verði.
Svartá 23-25. September (Hálfur-Heill-Hálfur)
Svartá 27-30. September (Hálfur-Heill-Heill-Hálfur)








