Svartá silungasvæði - Fish Partner

Svartá silungasvæði

Veiðisvæðið er gríðarlega skemmtilegt og má þar finna bæði bleikju og urriða. Þarna er staðbundinn og göngusilungur í bland. Veiðisvæðið nær frá Hvammsá sem fellur í Svartá skammt fyrir ofan efsta veiðistað laxasvæðisins sem nefnist Teigakot. Frá svæðamörkum heldur áin upp Svartárdalinn tæpa sex kílómetra þar sem áin kvíslast. Svartá heldur svo áfram langt inn á Eyvindarstaðaheiði og gengur fiskur þar langt inn á heiði. Vesturkvíslin nefnist Fossá og rennur um Fossárdal. Þar er áin heldur hægari og vatnsminni en gríðarlega skemmtileg til andstreymisveiða. Eingöngu er leyfð fluguveiði á svæðinu og heimilt er að hirða einn (1) silung á stöng á dag.

Fjarlægð frá Reykjavík:

250km

Veiðitímabil:

1. maí - 30. september

Meðalstærð:

Fjöldi stanga:

2

Leyfilegt agn:

Fluga - Kvóti: 1 fiskur á dag

Veiðibúnaður:

#3-5 einhenda

Bestu flugurnar:

Púpur, þurrflugur

Húsnæði:

Hægt að fá gistingu í Hólahvarfi

Aðgengi:

4x4

Veiðileyfi

Öll verð miðast við eina stöng

Put Address Here

Vinsæl veiðisvæði

Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiðisvæði landsins.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiðisvæði landsins.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.