Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiðisvæði landsins.
Blönduós
Blanda er ein af þessum stóru þegar það kemur að laxveiðiám Íslandi og er jafnramt í hópi þeirra fremstu og bestu. Blanda er þekkt fyrir miklar aflahrotur en veiðin hefur sveiflast mikið á síðastliðnum áratugum og hefur veiðin farið upp í hæstu hæðir sum ár. Laxinn í Blöndu er snemmgenginn stórlaxastofn sem byrjar að ganga í maí og svo verða göngurnar kröftugri þegar kemur fram í júlí.
Þegar líða tekur á sumarið er það nánast árviss viðburður að Blöndulón fyllist og jökulvatn flæðir yfir stífluna, þá er talað um að Blanda sé komin á yfirfall. Það koma þó ár sem að þetta gerist ekki og þá er hægt að veiða ána út tímabilið. Einnig getur það gerst að vélar séu sérstaklega keyrðar í Blönduvirkjun og þá getur áin gruggast. Fish Partner getur ekki tekið ábyrgð á ástandi árinnar þegar menn eru við veiðar.
Veiðisvæðin í Blöndu eru fimm talsins.
Blönduós
Svæðið nær frá ós og upp að klöppum neðan við lögreglustöð þar sem gætir flóðs og fjöru. Hér er um að ræða silungasvæði sem opnar í maí. Hér geta veiðimenn átt von á sjóbleikju og sjóbirting sem flækist inn og út á fallaskiptum. Svæðið hefur ekki verið í skipulagðri sölu áður en heimamenn vita að þar getur verið feikna góð veiði.
Fjarlægð frá Reykjavík:
240km
Veiðitímabil:
1. maí - 5. september
Meðalstærð:
3 pund
Fjöldi stanga:
2
Leyfilegt agn:
Fluga - Kvóti: 2 silungar á stöng á dag (öllum laxi skal sleppt)
Veiðibúnaður:
Einhenda/tvíhenda #5-8
Bestu flugurnar:
Heimasæta, Black Ghost, Nobbler o.fl. straumflugur
Húsnæði:
Ýmsa gistingu er hægt að fá á Blönduósi, einnig í Veiðihúsinu Hólahvarfi ef bókunarstaða leyfir.
Aðgengi:
Fólksbílafært
Veiðileyfi
Öll verð miðast við eina stöng
Put Address Here
Vinsæl veiðisvæði
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiðisvæði landsins.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.