Sandá í Þjórsárdal til Fish Partner

Sandá í Þjórsárdal fór nýverið í útboð í fyrsta sinn. Þessi fallega litla síðsumarsá endaði hjá Fish Partner sem var með besta boðið.

Það er ekki vitað með vissu hversu mikill lax gengur í ána en miðað við seiðamælingar má áætla að gengdin 2016 hafi verið um 400 laxar. Sandá er síðsumarsá og besti tíminn er í september og þá sérstaklega eftir vatnavexti. Mjög stórir laxar hafa veiðst þar í áranna rás. Veiðisvæðið er virkilega fallegt, umlukið skóglendi, hömrum og lúpínu. Áin er fiskgeng langt inn á hálendi og eru uppeldisskilyrði seiða mjög góð. Það verður mjög spennandi að fylgjast með gangi Sandár þetta fyrsta ár hennar í almennri sölu.

Hægt er að kaupa lausar stangir í vefsölunni okkar hér á síðunni. Nánari upplýsingar á info@fishpartner.com

Myndir með frétt: Fish Partner og Þorsteinn Stefánsson

Vinsæl veiðisvæði

Heimsklassa sjóbirtings veiði í Skaftártungum. Frábært 4 stanga sjóbirtings á með fínu veiðihúsi. Tungufljót er þekkt fyrir stóra sjóbirtinga.
Kaldakvísl hefur fram til þessa verið leynd perla á hálendinu. Áin geymir ótrúlegan bleikjustofn og urriða
Heimsklassa sjóbirtings veiði í Skaftártungum. Frábært 4 stanga sjóbirtings á með fínu veiðihúsi. Tungufljót er þekkt fyrir stóra sjóbirtinga.
Kaldakvísl hefur fram til þessa verið leynd perla á hálendinu. Áin geymir ótrúlegan bleikjustofn og urriða
Villingavatnsárós er eitt magnaðasta urriðasvæði Þingvallavatns. Eins og nafnið gefur til kynna á Villingavatnsá ós á svæðinu og urriðinn leitar í ósinn til að melta fæðu