Sandá í Þjórsárdal til Fish Partner - Fish Partner
Sandá

Sandá í Þjórsárdal til Fish Partner

Sandá í Þjórsárdal fór nýverið í útboð í fyrsta sinn. Þessi fallega litla síðsumarsá endaði hjá Fish Partner sem var með besta boðið.

Það er ekki vitað með vissu hversu mikill lax gengur í ána en miðað við seiðamælingar má áætla að gengdin 2016 hafi verið um 400 laxar. Sandá er síðsumarsá og besti tíminn er í september og þá sérstaklega eftir vatnavexti. Mjög stórir laxar hafa veiðst þar í áranna rás. Veiðisvæðið er virkilega fallegt, umlukið skóglendi, hömrum og lúpínu. Áin er fiskgeng langt inn á hálendi og eru uppeldisskilyrði seiða mjög góð. Það verður mjög spennandi að fylgjast með gangi Sandár þetta fyrsta ár hennar í almennri sölu.

Hægt er að kaupa lausar stangir í vefsölunni okkar hér á síðunni. Nánari upplýsingar á info@fishpartner.com

Myndir með frétt: Fish Partner og Þorsteinn Stefánsson

Vinsæl veiðisvæði

Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Síðsumarsá í stóbrotinni náttúru – Þessi tveggja stanga perla og rennur í gríðarlega fallegu, skógi vöxnu, umhverfi í Þjórsárdal.