Santa Cilia Lodge - Vestur Pýraneafjöll - Spánn - Fish Partner

Santa Cilia Lodge – Vestur Pýraneafjöll – Spánn

Hvar

Santa Cilia veiðihúsið er staðsett á bökkum Aragón árinnar við rætur Pýraneafjalla.

 

Veiðin

Það er óhætt að segja að fjölbreytni sé lykilorðið þegar kemur að Santa Cilia. Einn daginn ertu að veiða urriða á þurrflugu í kristaltærri á og þann næsta að veiða íberískan Barbel í Rio Grande. Það finna allir eitthvað við sitt hæfi í Santa Cilia.

 

Veiðihúsið

Santa Cilia veiðihúsið er gamalt steinhús sem er gríðarlega sögufrægt, en í gegnum aldirnar hefur það verið viðkomu staður pílagríma, kaupmanna og víngerðarmanna sem hafa lagt leið sína um Pýraneafjöllin. Húsið var gert upp árið 2016 og er nú búið öllum helstu þægindum sem veiðihús þurfa að bjóða uppá. Fjögur herbergi eru í húsinu með glæsilegu útsýni yfir Aragón ánna. Tvö herbergjanna eru svítur og tvö eru eru örlítið minni. Öllum herbergjum fylgir prívat útiverönd. Í húsinu er auk þess að finna nuddherbergi, flugubúð og þurrkherbergi fyrir vöðlur.

 

Matur og Drykkur

Maturinn eru undir miklum áhrifum frá Miðjarðarhafinu og Spænskri matarhefð almennt. Lögð er mikil áhersla á að nota hráefni úr nágrenninu. Í vínkjallaranum er svo frábært úrval af gæðavínum frá Pýraneafjöllunum. Að auki eru sérvalin vín frá Rioja og Priorat.

 

Hvernig kemst ég þangað?

Einfaldast er að fljúga beint til Barcelona. Þaðan tekur um þrjá og hálfan tíma að keyra til Santa Cilia.

 

Búnaður og leiðsögumenn

Eins og áður segir eru svæðin sem eru veidd frá Santa Cilia gríðarlega fjölbreytt. Það er því erfitt að henda reiður á nákvæmlega á hvaða búnaður er nákvæmlega réttur. Þó er hægt að gera ráð fyrir að vera með stöng #3 – #4 fyrir þurrfluguveiðina en aðeins öflugri stangir í vötnin og stærri árnar. Einhendur í #6 – #8 duga vel.

Leiðsögumennirnir eru gríðarlega reynslumiklir og eru margir hverjir fæddir og uppaldir við árnar. Lögð er mikil áhersla á að þeir séu ekki bara frábærir veiðimenn og hafi ríka þekkingu á veiðisvæðunum, heldur einnig að þeir þekki umhverfið og söguna sem er svo rík.

 

Önnur afþreying

Svæðið í kring er fullkomið til þess að upplifa sögu og lystisemdir Pýreneafjalla. Þar er rík vín- og matargerðarhefð og því kjörið að fara í vínsmökkun og skoðunarferðir um vínlendurnar. Að auki ótrúleg upplifun að fara í gönguferðir um söguslóðir en umhverfið þar er að miklu leyti óbreytt frá því að munkar bjuggu hér á 10. öld. Það er af nægu að taka og auðvelt að flétta saman veiði og aðra afþreyingu.

 

Verð

Verð frá 7750$ fyrir 6 nætur/5 daga veiði.
Flug ekki innifalið.

Staðsetning:

Santa Cilia Lodge - Vestur Pýraneafjöll - Spánn

Veiðitímabil:

Maí - Október

Hafa Samband

Put Address Here

Vinsæl veiðisvæði

Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.