Arén Lodge - Austur Pýraneafjöll - Spánn - Veiði

Arén Lodge – Austur Pýraneafjöll – Spánn

Hvar

Arén er lítið sveitaþorp sem er staðsett rétt við landamæri héraðanna Aragón og Katalóníu.

 

Veiðin

Veiðihúsið hefur aðgang að 20 vötnum og yfir 700 km af straumvatni. Veiðisvæðin eru gríðarlega fjölbreytt og hægt að finna veiði sem hentar öllum, hvort heldur sem byrjendum eða lengra komnum. Aðal áherslan er á urriða en einnig er hér að finna regnbogasilung og íberískan Barbel.

 

Veiðihúsið

Í húsinu eru fjórar uppgerðar svítur, tvær íbúðir og átta einstaklings- eða tveggjamannaherbergi. Öllum herbergjum fylgir prívat baðherbergi. Öll helstu þægindi er að finna í húsinu, þ.á.m spa, nuddherbergi, gufubað og nuddpottur. Að auki er flugubúð og upphitað þurrkherbergi fyrir vöðlur og veiðibúnað.

 

Matur og drykkur

Maturinn er borinn fram af veitingahúsi úr nágrenninu sem hefur verið starfræktur af sömu fjölskyldu síðan 1762. Matseðillinn samanstendur af sígildum réttum frá Katalóníu og Aragón rýnt er í hvert einasta smáatriði. Hráefnið er nær undantekningarlaust úr sveitinni sem gerir það að verkum að við bjóðum aðeins upp á ferskasta hráefni sem völ er á.

Mikil víngerðarhefð er í Arén. Þó svo að vín sé ekki lengur framleitt hér lifir hefðin áfram og skipar stóran sess í lífi heimamanna. Í vínkjallaranum er frábært úrval eðalvína. Bæði úr nágrenninu en einnig frá öllum helstu vínhéruðum Spánar.

 

Hvernig kemst ég þangað?

Best er að taka beint flug til Barcelona. Þaðan tekur svo um tvo og hálfan tíma að keyra til Arén.

 

Búnaður og Leiðsögumenn

Eins og áður segir eru svæðin sem eru veidd frá Arén gríðarlega fjölbreytt. Það er því erfitt að henda reiður á nákvæmlega á hvaða búnaður er nákvæmlega réttur. Þó er hægt að gera ráð fyrir að vera með stöng #3 – #4 fyrir þurrfluguveiðina en aðeins öflugri stangir í vötnin og stærri árnar. Einhendur í #6 – #8 duga vel.

Leiðsögumennirnir eru gríðarlega reynslumiklir og eru margir hverjir fæddir og uppaldir við árnar. Lögð er mikil áhersla á að þeir séu ekki bara frábærir veiðimenn og hafi ríka þekkingu á veiðisvæðunum, heldur einnig að þeir þekki umhverfiðvog söguna sem er svo rík.

 

Önnur afþreying

Svæðið hér í kring er fullkomið til þess að upplifa sögu og lystisemdir Pýreneafjalla. Þar er rík vín- og matargerðarhefð og því kjörið að fara í vínsmökkun og skoðunarferðir um vínlendurnar. Að auki ótrúleg upplifun að fara í gönguferðir um söguslóðir en umhverfið þar er að miklu leyti óbreytt frá því að munkar bjuggu þar á 10. öld. Það er af nægu að taka og auðvelt að flétta saman veiði og aðra afþreygingu. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

 

Verð

Verð frá 7750$ fyrir 6 nætur/5 daga veiði
Flug ekki innifalið.

Staðsetning:

Arén, Austur Pýraneafjöll, Spánn

Veiðitímabil:

Mars-nóvember

Hafa Samband

Put Address Here

Vinsæl veiðisvæði

Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiðisvæði landsins.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiðisvæði landsins.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.