Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Sandá í Þjórsárdal
Síðsumarsá í stóbrotinni náttúru
Þessi tveggja stanga perla rennur í gríðarlega fallegu og skógivöxnu umhverfi í Þjórsárdal. Áin er hliðar á efri Þjórsár og er ein af aðal hrygningarstöðvum laxins í efri Þjórsá. Sandá leynir svo sannarlega á sér því þar hafa veiðst margir laxar um og yfir 100 cm. Mikil laxagengd er í ánna og hafa seiðarannsóknir undanfarin ár sýnt fram á mjög aukna seiðaframleiðslu. Sandá er síðsumarsá og er besti tíminn í september. Hins Vegar getur lax legið í skilum Þjórsár og Sandár frá fyrsta degi tímabils og sérstaklega þegar lítið vatn er í Sandánni.
Áin er laxgeng langt inn Þjórsárdal og gengur lax mjög hratt upp í Grjótá þegar hann mætir í Sandá
ATH! Fyrir tímabilið 2023 er í fyrsta skipti leyfilegt að veiða fyrir neðan brú að ós Sandár og Þjórsár.
Tvær stangir eru í Sandá, eingöngu er veitt á flugu og skal öllum fiski sleppt.
Veiði í Hvammsá er með öllu óheimil.
Veiðitími er að milli 07:00 – 22:00. Hámarks veiðitím á dag eru 12 klukkustundir.
Veiðifélagar Fish Partner fá 3% endurgreiðslu í formi veiðikróna við kaup á leyfi í Sandá í vefsölu
Veiðifélagar Fish Partner fá 5% afslátt af veiðileyfum í Sandá í vefsölu
Fjarlægð frá Reykjavík:
110km
Veiðitímabil:
1. júlí - 30. september
Meðalstærð:
75cm
Fjöldi stanga:
2
Leyfilegt agn:
Fluga
Veiðibúnaður:
Einhenda #6-8
Bestu flugurnar:
Laxaflugur og túpur. Collie dog, hitch , Frances cone
Húsnæði:
Ýmsir möguleikar
Aðgengi:
Fólksbílafært
Veiðileyfi
Öll verð miðast við eina stöng
Put Address Here
Vinsæl veiðisvæði
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Síðsumarsá í stóbrotinni náttúru – Þessi tveggja stanga perla og rennur í gríðarlega fallegu, skógi vöxnu, umhverfi í Þjórsárdal.