Sigþór hefur frá blautu barnsbeini verið forfallinn veiðimaður. Náði tökum á fluguveiði 12 ára gamall og veit ekkert skemmtilegra en að eltast við laxfiska allt sumarið. Sigþór hefur síðastliðin 16 sumar starfað við leiðsögn veiðimanna víða um land. Sigþór er ástríðu veiðimaður hvort sem það heitir lax, urriði eða bleikja, þó eiga stórir urriðar og sjóbirtingar sérstakan stað í hjarta hans. Á veturna heldur Sigþór úti hlaðvarpinu Hylurinn um fluguveiði auk þess sem að hnýta ógrynni af flugum fyrir sig og viðskiptavini sína.