Glenda Powel kemur frá Írlandi og hefur starfað í greininni frá blautu barnsbeini við ánna Blackwater í Írlandi. Hún hefur kennt fjölda fólks að kasta tvíhendu sem og einhendu, byrjendum, lengra komnum sem og kennurum.
Hún hefur unnið til fjölda verðlauna og vann t.a.m heimsmeistaratitil kvenna í lengdarköstum árið 2006.